Erlent

Fuglaflensa breiðist út með ógnarhraða í Kína

MYND/AP

Fuglaflensa breiðist nú út með ógnarhraða í kínverskum hænsnfuglum og yfirvöld fá ekki rönd við reist, þrátt fyrir umfangsmiklar forvarnaraðgerðir.

Kínverjar hafa gert viðamiklar ráðstafanir til að hefa útbreiðslu fuglaflensu í hænsnfuglum, meðal annars bólusett hundruð milljóna fugla og drepið hundruð þúsunda og skipað fyrir um að allir þeir sem búa nærri stöðum þar sem flensan hefur greinst gangist undir próf tvisvar á dag.

En þetta hefur ekki dugað til. Á hverjum degi berast fregnir af nýjum fuglaflensutilfellum í Kína þrátt fyrir þessar áköfu varúðarráðstafanir og yfirvöld virðast ekki getað heft útbreiðsluna.

Flensan hefur þó ekki borist í mannfólk á svæðinu nýlega, en ekki færri en 67 hafa farist út fuglaflensu í Asíu síðan 2003, flestir í Víetnam.

Heilbrigðissérfræðingar segja næsta víst að fuglaflensan muni stökkbreytast og við það smitast manna á milli, og aukin útbreiðsla í fuglum er talin auka hættuna á þessari stökkbreytingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×