Erlent

Nýr forseti segist munu ræða við Tamítígra

Nýr forseti Srí Lanka var svarinn í embætti í morgun. Hann segist munu ræða við tígrana, uppreisnarmenn úr röðum Tamíla, og hyggst endurskoða þriggja ára gamalt vopnahlé.

Helen Ólafsdóttir, talsmaður friðargæslunnar á Srí Lanka, segir þó ekki unnt að gera neinar breytingar á vopnahléssamkomulaginu án samkomulags þar að lútandi. Fjórir fórust í árás á mosku á eynni í gær. Talið er að aðskilnaðarsinnar hafi kastað tveimur handsprengjum inn í moskuna. Múslímar eru í minnihluta á Srí Lanka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×