Erlent

Íranar hóta aðgerðum ef máli þeirra verður vísað til örygisráðs SÞ

Isfahan-kjarorkuveri í Íran sem Íranar hafa opnað aftur.
Isfahan-kjarorkuveri í Íran sem Íranar hafa opnað aftur. MYND/AP

Íranska þingið samþykkti í dag að skylda ríkisstjórn landsins til að hætta að leyfa eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna að kanna kjarnorkuver landsins og halda áfram vinnslu úrans ef kjarnorkumálum Írana verður vísað til öryggisráðs SÞ. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hittist í Vín á fimmtudaginn kemur þar sem rætt verður hvort vísa eigi málinu til öryggisráðsins, en Bandaríkjamenn hafa sakað Írana um að nota kjarnorkuáætlun sína sem yfirvarp fyrir framleiðslu kjarnavopna. Íranar hafa hins vegar þráfaldlega neitað því og segja kjarnorkuframleiðslu aðeins fara fram í friðsamlegum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×