Erlent

Vinsældir Chiracs dvína eftir óeirðir

MYND/AP

Vinsældir Jacques Chiracs, forseta Frakklands, hafa dvínað nokkuð eftir að til óeirða kom í landinu ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar sem gerð var fyrir dagblaðið Le Journal du Dimance. Samkvæmt henni eru 35 prósent ánægð með störf forsetans nú en 38 prósent voru það í síðasta mánuði. Hins vegar hafa vinsældir Domiques de Villepin forsætisráðherra aukist á milli mánaða en 53 prósent eru nú ánægð með störf hans á móti 48 prósentum í síðasta mánuði.

Chriac hefur sætt töluverðri gangrýni fyrir að láta ekki meira að sér kveða vegna óeirðanna undanfarnar vikur, en þær eru nú að mestu yfirstaðnar. Villepin hefur hins vegar verið áberandi í umræðunni og hefur þegar greint frá áformum ríkisstjórnarinnar um að skapa fleiri störf fyrir unga innflytjendur í fátækrahverfum franskra borga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×