Erlent

Innan við hundrað bílar brenndir í nótt

MYND/AP

Innan við eitt hundrað bílar voru brenndir í Frakklandi í nótt, sem er mun minna en undanfarnar þrjár vikur og segir lögreglan ástandið orðið nær eðlilegt í stórborgum landsins. Þegar verst lét voru á annað þúsund bílar brenndir á einni nóttu. Alls hafa því um níu þúsund bílar verið eyðilagðir í óeirðunum og meta tryggingafélög tjónið á fimmtánda milljarð króna. Ríkisstjórnin hefur lofað innflytjendum í landinu að koma betur til móts við þá en gert hefur verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×