Erlent

Stjórnarsáttmáli undirritaður í Þýskalandi

Matthias Platzeck, formaður Jafnaðarmannaflokksins, og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata og verðandi kanslari,  brosmild eftir undirritun sáttmálans í morgun.
Matthias Platzeck, formaður Jafnaðarmannaflokksins, og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata og verðandi kanslari, brosmild eftir undirritun sáttmálans í morgun.

Kristilegir demórkratar og jafnaðarmenn í Þýskalandi undirrituðu í morgun sáttmála um stjórnarsamstarf í landinu eftir nærri tveggja mánaða samningaviðræður. Sáttmálinn var undirritaður eftir að flokksmenn beggja fylkinga samþykktu hann fyrr í vikunni en hann kveður meðal annars á átak til að draga úr halla á rekstri hins opinbera, hækkun söluskatts um þrjú prósent árið 2007 og stórátak til þess blása lífi í efnahag landsins. Samningur kristilegra demókrata og jafnaðarmanna er sögulegur því þetta er í fyrsta sinn sem þeir mynda saman ríkisstjórn í 36 ár og auk þess verður Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, fyrst kvenna til að gegna kanslaraembætti í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×