Erlent

Bandarískur karlmaður dæmdur fyrir gróf kynferðisbrot gegn ættleiddri dóttur

Bandarískur karlmaður sem í fyrra var dæmdur fyrir að setja klámmyndir af ættleiddri rússneskri dóttur sinni á netið var í gær dæmdur í allt að sjötíu ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað og misnotað stúlkuna ítrekað. Maðurinn sem heitir Matthew Mancuso mun þó ekki byrja að afplána þann dóm fyrr en hann hefur lokið við að afplána nær sextán ára fangelsisvist sem hann á eftir fyrir dreifingu á barnaklámi. Dómarinn sem dæmdi í nauðgunarmálinu lýsti því sem því viðurstyggilegasta sem hann hefur komist í tæri við á tuttugu ára löngum ferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×