Erlent

Harðlínumaður sigraði

Mahinda Rajapakse, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið kjörinn forseti landsins. Munurinn á honum og hlesta keppinautinum var minni en tvö prósent. Munurinn á Rajapakse og fyrrverandi forseta landsins, og helsta keppinaut hans var ekki nema um hundrað og áttatíu þúsund atkvæði, sem er harla lítið með tilliti til þess að meira en níu milljón manns greiddu atkvæði í kosningunum. Rajapakse er harðlínumaður sem hefur viljað neita Tamíltígrum, skæruliðahópi sem berst fyrir réttindum Tamíla, um helmings þjóðarinnar, um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem reið yfir eyjuna fyrir tæpu ári síðan. Vegatálmar og handsprengjur hersins komu í veg fyrir að margir Tamílar, sem búa á svæðum Tígranna, gætu kosið. Vegna þess og eins meintra hótana stuðningsmanna Rajapakse var kjörsókn mjög dræm í norðuthluta landsins, þar sem Tamílarnir eru í miklum meirihluta. Af þeim sökum hefur stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Sri Lanka farið fram á að kosningarnar verði endurteknar. Þessu hafnaði kjörstjórn í dag og flest bendir því til að Rajapakse verði svarinn í embætti strax á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×