Erlent

Tilbúnir til viðræðna við Taívana

Kínversk stjórnvöld segjast tilbúin hvenær sem er til að hefja viðræður við Taívan um samband þessara tveggja þjóða. Li Wei Yi, talsmaður Kína í málum Taívana, sagði í yfirlýsingu sem stjórnvöld sendu frá sér í gær að mikilvægt væri fyrir báða aðila að gott samkomulag væri þarna á milli og að unnið yrði í því að bæta þau. Li sagði hins vegar viðræðurnar aðeins myndu fara fram ef Taívanar viðurkenndu að þeir væru hluti af Kína en kínversk stjórnvöld hafa heitið stríði lýsi Taívanar yfir sjálfstæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×