Erlent

Fóstur í póstsendingu

Lögreglumönnum rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þrjú fóstur fundust í póstsendingu á leið til Miami í gær. Það var kólumbíska lögreglan sem fann fóstrin, pökkuð inn í plast og falin inn í styttum af dýrlingum. Þau eru að líkindum fjögurra til fimm mánaða gömul, og voru á leið til Miami í Bandaríkjanna. Yfirmaður Kólimbísku fíkniefnalögreglunnar sagðist hafa upplýsingar sem bentu til að sending fóstrana tengdist trúariðkun djöfladýrkenda á einhvern hátt. Ekki vildi lögreglan tjá sig nánar um hvers vegna hún dregur þessa ályktun. Ekki er vitað hver sendi pakkann, og enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Yfirvöld á Miami reyna nú að koma höndum yfir viðtakanda sendingarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×