Erlent

Birgja sig upp af fuglaflensulyfi

Yfirvöld á Taílandi hafa komið sér upp miklum birgðum af lyfinu Tamiflu sem er eina þekkta lyfið sem hægt er að nota gegn fuglaflensu í mönnum. Með þessu vilja stjórnvöld vera við öllu búin ef veikin verður að faraldri í landinu, en fuglaflensa greindist í fólki í landinu á síðasta ári. Mikilli birgðastöð hefur nú verið komið upp í Bangkok, höfuðborg Taílands, með um 700 þúsund töflum af lyfinu en þegar hefur um hundrað þúsund töflum verið dreift til spítala og heilsugæslustöðvar víða um landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×