Erlent

Tekinn af lífi fyrir morð

Alan Matheney var tekinn af lífi í Indiana í Bandaríkjunum í nótt að íslenskum tíma. Matheney var dæmdur til dauða fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni. Morðið framdi hann árið 1989 þegar hann fékk átta klukkustunda langt leyfi úr fangelsi þar sem hann afplánaði fyrri fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist á eiginkonuna fyrrverandi, nauðgað henni og skilið eftir nær dauða en lífi. Banvænu efni var sprautað í líkama Matheney og hann úrskurðaður látinn skömmu síðar. Hann er 41. maðurinn sem tekinn er af lífi í Bandaríkjunum í ár og sá fimmti í Indiana þar sem fleiri hafa ekki verið teknir af lífi á einu ári síðan 1938.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×