Erlent

Yfir 60 manns sprengdir í Írak

Þrír sjálfsmorðssprengjumenn sprengdu í gær nær samtímis bílsprengjur í bæ norður af Bagdad, þar sem flestir íbúar eru sjía-múslimar. Að minnsta kosti sextíu manns létu lífið og um 70 særðust, að því er sjúkrahúslæknir greindi frá. Fimm bandarískir hermenn féllu í sprengingu í bæ í vesturhluta landsins. Að sögn vitna voru bílsprengjutilræðin framin rétt fyrir sólsetur, um kl. 18.45 að staðartíma, en þeim var beint að banka, grænmetismarkaði og öðrum almenningi í miðbæ Balad, 80 km norður af höfuðborginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×