Erlent

Kanadaher haldið á horriminni

Kanadíski herinn er "veiklaður" og allt of litlu fjármagni er varið til varna landsins. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var á vegum öldungadeildar kanadíska þingsins og birt var í gær. Í skýrslunni segir að hernum sé haldið á horriminni og það komi mjög niður á hæfni hans til að bregðast við hryðjuverkaárás eða öðrum áföllum. Lagt er til að útgjöld til varnarmála verði minnst 25 milljónir kanadadollara á ári, andvirði tæplega 1350 milljóna króna, en til þeirra er nú varið 14,3 milljónum dollara. Einnig er lagt til að fjölgað verði í fastahernum úr 62.000 í 90.000 menn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×