Erlent

England dæmd í 3 ára fangelsi

Lynndie England, sem í gær var fundin sek um að hafa misþyrmt og niðurlægt íraska fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi. Baðst England afsökunar á framferði sínu eftir að dómurinn var kveðinn upp en sagðist jafnframt hafa gert það að undirlagi þáverandi unnusta síns, sem einnig var hermaður. England hefur orðið hvað þekktust þeirra níu hermanna sem ákærðir hafa verið vegna málsins en aðeins tók kviðdómendur einn og hálfan tíma að gera upp hug sinn. England þykir hafa sloppið vel en hún hefði getað fengið allt að tíu ára fangelsisdóm vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×