Erlent

Hyggjast hraða stjórnarmyndun

Kazimierz Marcinkiewicz, sem væntanlega verður næsti forsætisráðherra Póllands, hét því í gær að mynda "sterka og stöðuga" ríkisstjórn, er hægriflokkarnir tveir sem unnu nýafstaðnar þingkosningar settu sig í stellingar til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Marcinkiewicz er með yngri forystumönnum íhaldsflokksins Lög og réttlæti og er þekktur sem sérfræðingur í efnahagsmálum. Hann var óvænt tilnefndur sem forsætisráðherraefni flokksins í fyrradag. Ákvörðunin virtist miða að því að flýta fyrir stjórnarmyndunarviðræðunum við Borgaravettvang, flokk frjálshyggjumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×