Erlent

Sjálfsmorðssprengja í Kabúl

Sjálfsmorðsprengjumaður á mótorhjóli sprengdi vítisvél sína fyrir utan þjálfunarbúðir hermanna í Kabúl í gær með þeim afleiðingum að níu létust og 28 særðust. Í kjölfar sprengingarinnar lokuðu bandarískir hermenn og friðargæsluliðar á vegum NATO þeim hluta höfuðborgarinnar þar sem árásin var gerð. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér en árásir á borð við þessar eru fátíðar. Í ágúst 2004 sprengdu talibanar sprengju við skrifstofur bandarísks fyrirtækis og þá dóu tíu manns. Tíu dagar eru síðan þingkosningar fóru fram í Afganistan og því hefur viðbúnaður þar verið mikill.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×