Erlent

Hlaut afgerandi kosningu

Tilnefning John Roberts í stöðu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum, var staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Ákvörðun Georg Bush um að tilnefna Roberts var mjög umdeild á sínum tíma en hann fékk engu að síður afgerandi kosningu, hlaut 78 atkvæði í Öldungardeildinni gegn 22 atkvæðum þeirra sem ekki vildu sjá hann í sæti hæstaréttardómara, æðsta dómstigs Bandaríkjanna. Roberts verður 17 í röð hæstaréttardómara í landinu. Hann tekur sæti íhaldsmannsins Williams Renquist sem lést fyrir stuttu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×