Erlent

Viðræður hefjast á ný í Þýskalandi

Gerhard Schröder, leiðtogi Jafnaðarmanna, og Angela Merkel, leiðtog Kristilegra demókrata, hefja í dag aftur viðræður um myndun samsteypustjórnar í Þýskalandi í kjölfar kosninga til þýska sambandsþingsins 18. september síðastliðinn. Viðræður hófust í síðustu viku en upp úr þeim slitnaði þar sem bæði Merkel og Schröder gerðu bæði tilkall til kanslaraembættisins, en fylkingar þeirra fengu svipað fylgi í kosningunum. Almennt er búist við að jafnaðarmenn og kristilegir demókratar komist að samkomulagi á endanum um samstarf enda hafa þeir lýst því yfir að þeir geti samið um stefnu ríkisstjórnarinnar. Viðræðurnar gætu þó tekið margar vikur þar sem Schröder og Merkel gera enn bæði tilkall til þess að leiða ríkisstjórnina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×