Fleiri fréttir

Rangfærslur í fréttum

Danska útvarpsréttarnefndin hefur áminnt ríkisreknu sjónvarpsstöðina TV2 fyrir að birta fréttir um glæpagengi innflytjenda sem beinlínis voru byggðar á rangfærslum.

Tekinn af lífi

Yfirvöld í Indiana tóku í fyrrinótt Alan Matheney af lífi með eitursprautu en hann var dæmdur til dauða fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni árið 1989.

Sækja í lífsgæðin í Evrópu

Þúsund innflytjendur frá fátækum ríkjum Afríku réðust á varnargirðingu milli Spánar og Marokkós til að freista þess að öðlast betri lífsgæði í Evrópu. Girðinguna reistu Spánverjar til að halda frá ólöglegum innflytjendum frá fátækum ríkjum suðlægrar Afríku sem reyna að flýja eymdina í heimalandinu.

Sekur um samsæri

"Ég hef ekkert gert af mér. Ég er saklaus," sagði repúblíkaninn Tom DeLay á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í Washington í gær. DeLay þurfti að yfirgefa stöðu sína sem forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær eftir að kviðdómur í Texas úrskurðaði hann sekan um samsæri og lögbrot í fjármögnun á kosningabaráttu.

Norðurpóllinn að bráðna?

Nýliðið sumar varð það hlýjasta á norðurpólnum í 400 ár, og ekki hefur verið minni ís á pólnum í heila öld. Ísinn hefur minnkað um 30% síðan árið 1978, og bráðnunin verður sífellt hraðari.

Losnar hugsanlega úr haldi

Vonir standa til að Aron Pálmi Ágústsson þurfi ekki að dvelja lengur í haldi skilorðsnefndar Texas í bænum Tyler heldur fái að gista hjá bróður fyrrverandi eiginkonu stjúpföður síns sem þar býr. Aron Pálmi var handtekinn í fyrrinótt og ekki leyft að halda áfram ferð sinni til San Antonio með öðru fólki frá heimabæ hans Beaumont.

Fá að snúa aftur til New Orleans

Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, hefur leyft íbúum borgarinnar að snúa aftur til síns heima í kjölfar þess að litlar skemmdir urðu af völdum fellibylsins Rítu, sem fór yfir Texas og Louisiana á laugardag. Á næstu tíu dögum er því búist við að um 180 þúsund manns snúi aftur en yfir hálf milljón manna yfirgaf borgina fyrir fjórum vikum.

Tveir létust í bruna í Moskvu

Tvær konur létust þegar eldur kom upp í íbúðarblokk í Moskvu í morgun. Alls var 150 manns bjargað úr byggingunni en fjórir voru fluttir á sjúkrahús en eru þó ekki taldir í lífshættu. Ekki er vitað um eldsupptök og er málið í rannsókn.

Efast um að IRA hafi afvopnast

Þrátt fyrir að staðfest hafi verið að Írski lýðveldisherinn, helstu samtök herskárra aðskilnaðarsinna á Norður-Írlandi, hafi eytt öllum vopnum sínum segist Ian Paisley, leiðtogi sambandssinna á Norður-Írlandi, ekki sannfærður um að búið sé að eyða öllum vopnum samtakanna.

Snarpur skjálfti í Perú

Jarðskjálfti upp á 7,5 á richter skók þorp í norðurhluta Perú í gær með þeim afleiðingum að einn lést og að minnsta kosti eitt hundrað heimili eyðilögðust. Skjálftinn fannst víða á landinu og jafnvel í Bogota, höfuðborg landsins, sem er í 1200 kílómetra fjarlægð frá jarðskjálftasvæðinu. Þetta er sterkasti skjálfti í Perú síðan árið 2001 þegar skjálfti upp á 8,1 á Richter reið yfir með þeim afleiðingum að 75 manns týndu lífi.

Fellibylurinn Damrey í Víetnam

Fellibylurinn Damrey gekk á land í Víetnam í dag en hann hefur farið niður eftir austurströnd Kína undanfarna sólarhringa. Alls létust níu manns í Kína af völdum fellibylsins, en flestir þeirra urðu undir þegar byggingar eða tré hrundu. Mikill viðbúnaður er í norður- og miðhluta Víetnams vegna fellibylsins og yfirgáfu 300 þúsund manns heimili sín áður en Damrey gekk á land.

Sjö látnir af völdum Rítu

Tala látinna af völdum fellibylsins Rítu er nú komin í sjö en björgunarsveitir fundu lík fimm manna fjölskyldu í íbúð í Beaumont í Texas í gær. Fólkið lést þegar rafall sem var í íbúðinni bilaði í fellibylnum og gaf frá sér eitraðar gufur en fólkið notaði rafalinn þar sem rafmagnslaust hafði orðið í fellibylnum.

Kosningum verður ekki flýtt

Flokkur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, Likud-flokkurinn, hefur hafnað tillögu um að formaðurinn efni til formannskosninga í nóvember en Sharon hefði þurft að keppa við Benjamin Netanyahu, sem hefur beitt sér fyrir því að formannskosningunum, sem eiga að fara fram í apríl, verði flýtt.

Innanríkisráðherra segir af sér

Innanríkisráðherra Afganistans, Ali Ahmad Jalali, hefur sagt af sér embætti, en það gerði hann í útvarpsviðtali í dag. Jalali, sem er fyrrverandi blaðamaður, sneri aftur til Afganistans árið 2002 eftir fall talibanastjórnarinnar. Hann hafði verið í útlegð í Bandaríkjunum í áratugi og var einn virtasti ráðherrann í ríkisstjórn Afganistans.

Ný hryðjuverkalög í Ástralíu

Ríkisstjórn Ástralíu hefur komist að samkomulagi við ríkisstjóra í landinu um ný hryðjuverkalög til þess að auðvelda stjórnvöldum baráttuna gegn hryðjuverkum. Meðal þess sem kveðið er á um í lögunum er leyfi til handa öryggissveitum Ástralíu til þess að hafa grunaða hryðjuverkamenn í haldi í allt að þrjár vikur án þess að ákæra þá.

Sprenging á lestarstöð á Spáni

Sprengja sprakk nærri lestarstöð í Anon de Moncayo nærri borginni Zaragoza á norðaustanverðu Spáni í morgun. Engin meiðsl urðu á fólki í sprengingunni en skömmu fyrir hana sendu baskneskir aðskilnaðarsinnar í ETA fjölmiðlum viðvörun. Þetta er önnur sprengingin á fjórum dögum sem ETA stendur fyrir á Spáni.

Mubarak sver embættiseið

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sór í morgun embættiseið í fimmta sinn. Mubarak, sem er sjötíu og sjö ára, hefur verið forseti síðan 1981 og verður forseti til ársins 2011 sitji hann út kjörtímabilið.

Vill Schröder úr pólitík

Krafa um að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, ætti að láta af baráttu sinni um að halda embættinu, þriðja kjörtímabilið í röð, barst úr heldur óvenjulegri átt í morgun. Hálfbróðir Schröders, Leo Vosseler, segir í viðtali við þýska fjölmiðla að hann vildi óska þess að Schröder væri ekki undir eins miklum þrýstingi og raun ber vitni og að best væri fyrir hann að hætta í stjórnmálum.

Háttsettur al-Qaida liði drepinn

Bandaríkjaher greindi frá því í dag að næstæðsti maður al-Qaida samtakanna í Írak hefði verið skotinn til bana á sunnudag. Bandarískar og írakskar hersveitir fengu ábendingu frá írökskum borgara og fundu Abu Azzam í fjölbýlishúsi í Bagdad þar sem hann var skotinn. Azzam er sagður hafa verið hægri hönd Abus Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaida í Írak.

Má ekki horfa á börn annarra

Stjórnendur Calderdale Royal sjúkrahússins í Halifax í Englandi hafa lagt blátt bann við að fólk hjali við og stari á nýfædd börn annars fólks á fæðingardeild sjúkrahússins.

Eldflaugum skotið frá Gasa

Tveimur eldflaugum var skotið frá Gasasvæðinu í dag og lentu þær nærri ísraelskum bæjum við landamæri Ísraels og Gasastrandarinnar án þess að valda mann- eða eignatjóni. Ekki er ljóst hver eða hverjir skutu flaugunum en Hamas-samtökin í Palestínu lofuðu á dögunum að hætta slíkum árásum í kjölfar þess að Ísraelar svöruðu þeim með loftárásum.

Sætir rannsókn vegna flugslyss

Fyrrverandi yfirmaður Concorde-áætlunarinnar í Frakklandi sætir nú rannsókn vegna Concorde-flugslyssins fyrir fimm árum þar sem 113 manns fórust. Henri Perrier er sakaður um að hafa vitað um galla í vélunum en látið hjá líða að gera eitthvað í því.

22 lík finnast í Írak

Tuttugu og tvö lík fundust nærri bænum Kut, suðaustur af Bagdad, í Írak í dag. Öll líkin voru bundin á höndum, með plastpoka yfir höfuðið og með skotsár. Lögregla segir að fórnarlömbin hafi líklega verið tekin af lífi fyrir nokkrum dögum en bæði virðist vera um að ræða almenna borgara og lögreglumenn.

16 látnir vegna fellibyls

Sextán hafa látist af völdum fellibylsins Damrey sem reið yfir Hainan-eyjuna við suðurströnd Kína í gær. Yfirvöld á svæðinu segja storminn hafa hrifsað með sér um 20 þúsund heimili og eyðilagt um 380 kílómetra af þjóðvegum á eyjunni.

Google sjö ára í dag

Leitarvélin Google er sjö ára í dag og ber upphafssíða hennar þess glögglega merki. Fyrirtækið var stofnað af skólabræðrunum Larry Page og Sergey Brin í heimavistarherbergi Larrys í Stanford og reka þeir félagar fyrirtækið enn þann dag í dag.

Almenningur afvegaleiddur?

Ian Paisley, leiðtogi mótmælenda á Norður-Írlandi, ásakaði í dag hópinn sem stóð að afvopnun írska lýðveldishersins um að afvegaleiða almenning vísvitandi til að friða óánægjuraddir innan IRA. Hann segist sannfærður um að einungis hluta vopna lýðveldishersins hafi verið eytt.

Hægri hönd al-Zarqawi skotinn

Lík 22 manna fundust sundurskotin í borginni Kut í Írak í gær. Þá var skýrt frá því að bandarískar og íraskar hersveitir hefðu fellt næstráðanda al-Kaída í Írak um helgina.

Slagnum slegið á frest

Enda þótt Ariel Sharon hafi unnið áfangasigur í atkvæðagreiðslu í miðstjórn Likud-bandalagsins í fyrrakvöld þýðir niðurstaðan að óvissan um forystuna í næstu þingkosningum heldur áfram.

Blátt bann við hjalinu

Stjórnendur Calderdale Royal-sjúkrahússins í Halifax í Englandi hafa sett bann við að fólk hjali við og stari á nýfædd börn annars fólks á fæðingardeild sjúkrahússins.

Stálu líki

Lögregla á Bretlandi hefur handtekið fimm manns í tengslum við ránið á líki hinnar 82 ára gömlu Gladys Hammond úr kirkju í Staffordskíri í október 2004.

Mubarak sór embættiseið

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sór í gærmorgun embættiseið en hann sigraði örugglega í forsetakosningum í landinu fyrr í mánuðinum, þeim fyrstu þar sem frambjóðendum annarra flokka var leyft að bjóða sig fram.

Sprauta maurasýru í tré

Maurar í regnskógum Suður-Ameríku nota eitur til að grisja þær plöntur sem þeir telja óhagstæðar búsetu sinni. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem greint er frá í vísindaritinu Nature.

Venstre vinnur á

Þrátt fyrir óheppileg ummæli Evu Kjer Hansen, félagsmálaráðherra Danmerkur, í síðustu viku um að aukinn ójöfnuður myndi leiða af sér kraftmeira samfélag, hefur fylgi Venstre-flokks Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra og flokksbróður Hansen, ekki dalað samkvæmt skoðanakönnun sem Jyllandsposten greinir frá.

Damrey gerir usla

Fellibylurinn Damrey gekk á land í Thanh Hoa héraði í Víetnam gærmorgun og slösuðust nokkrir í óveðrinu. Áður hafði stormurinn farið yfir Hainan-eyju, sem tilheyrir Kína, og lágu þar níu manns í valnum.

Deilt um Atlantshafsbandalagið

Vera má að Noregur verði fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sem dregur sig úr aðgerðum þess á meðan þær standa ennþá yfir.

Ríta: Margir misstu allt sitt

Sorgleg sjón blasir við fjölda íbúa í Texas og Louisiana sem hafa snúið til síns heima eftir að hafa flúið fellibylinn Rítu. Margir hafa misst allt sitt og eru vonlausir um framtíðina.

Sóttur til saka

Fyrrverandi yfirmanni Concorde-flugáætlunarinnar í Frakklandi hefur verið stefnt vegna flugslyss Concorde-vélar árið 2000, þar sem á annað hundrað manns lét lífið.

Karlremban úr þjóðsöngnum

Austurríkismenn hafa ákveðið að uppræta karlrembuna í þjóðsöng landsins. Að frumkvæði kvennamálaráðherrans Maríu Rauch-Kallat verður texta þjóðsöngsins nú breytt þannig, að línan "Ættjörð ert þú mikilla sona" verður "Ættjörð mikilla dætra, sona".

Bandaríkjaher frá Úsbekistan

Bandaríski herinn mun leggja herstöð sína í Úsbekistan niður fyrir lok þessa árs, að því er erindreki Bandaríkjastjórnar greindi frá í gær. Herstöðin hefur þjónað hernaðarumsvifum Bandaríkjamanna í Afganistan.

Breskur her ekki heim frá Írak

Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, varaði í ræðu á flokksþingi breska Verkamannaflokksins í gær við því að framundan væru fleiri "myrk augnablik" í Írak. En hann ítrekaði yfirlýsingu forsætisráðherrans Tony Blair frá því daginn áður um að útilokað væri að breska herliðið í Írak yrði kallað heim í bráð.

Marcinkiewicz forsætisráðherraefni

Jaroslaw Kaczynski, formaður pólska íhaldsflokksins Lög og réttlæti sem hlaut flest atkvæði í þingkosningunum um liðna helgi, sagði í gær að hann hygðist tafarlaust ganga til stjórnarmyndunarviðræðna við frjálshyggjuflokkinn Borgaravettvang. Hann tilkynnti jafnframt að forsætisráðherraefni væri ekki hann sjálfur heldur Kazimierz Marcinkiewicz.

Blair alls ekki hættur

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, telur ekki tímabært að víkja fyrir nýjum manni. Það hljómaði að minnsta kosti ekki sem svanasöngur hjá leiðtoganum þegar hann hét því á ársþingi Verkamannaflokksins í dag að vinna áfram að umbótum í landinu.

Gistir hjá vinafólki

Aron Pálmi Ágústsson dvelur nú hjá fjölskylduvini í borginni Tyler í Texas, en hann þurfti að dvelja eina nótt í fangelsi eftir að lögregla meinaði honum að dvelja í flóttamannabúðum Rauða krossins. Hann er í hópi milljóna sem flýðu innar í land undan fellibylnum Ritu.

Skutu eldflaugum á Gasaborg

Ísraelskar hersveitir skutu tveimur eldflaugum á Gasaborg í morgun með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð í allri austanverðri borginni. Eldflaugarnar lentu á verksmiðjubyggingu þar sem Ísraelar segja að fari fram vopnaframleiðsla en Palestínumenn segja það ekki vera rétt. Enginn særðist í árásinni.

Vopnum IRA hafi verið eytt

Alþjóðlegir vopnaeftirlitsmenn munu tilkynna í dag að vopnum Írska lýðveldishersins hafi verið eytt. Mun þetta verða tilkynnt á blaðamannafundi sem haldinn verður í Belfast. Um mikilvægan áfanga í friðarferlinu á Norður-Írlandi er að ræða en tregða IRA, helstu samtaka herskárra aðskilnaðarsinna á Norður-Írlandi, til að afvopnast hefur verið helsta vandamálið í friðarferlinu á Norður-Írlandi.

Sjá næstu 50 fréttir