Erlent

Abu Ghraib-myndir skulu afhentar

Aðgangur skal veittur að áður óbirtum ljósmyndum af misþyrmingum á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad. Þetta var niðurstaða bandarísks alríkisdómara í New York, en hann gekk þvert á vilja bandarískra stjórnvalda sem segja dreifingu myndanna skaða ímynd Bandaríkjanna. Það voru bandarísku mannréttindasamtökin Civil Liberties Union sem fóru í nafni upplýsingalaga fram á að fá afrit af 87 ljósmyndum og fjórum myndbandsupptökum frá Abu Ghraib, sem ekki hafa áður ratað fyrir almenningssjónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×