Erlent

Ósátt við að sleppa úr fangelsi

Sylvia Hardy, 73 ára ensk kona á eftirlaunum, var allt annað en sátt þegar henni var sleppt úr fangelsi, tveimur dögum eftir að hún hóf afplánun vikulangs fangelsisdóms. Hardy neitað að borga andvirði tæpra 6000 króna í skatta í mótmælaskyni við skattahækkanir sveitarfélagsins síns. Tveimur dögum eftir að hún hóf afplánun greiddi óþekktur maður skattana hennar og því varð að sleppa henni úr haldi. Sylvia sagðist ekki hafa hugmynd um hver hefði borgað fyrir sig og sagði að hann hefði betur látið það ógert því með þessu yrði minna úr mótmælum hennar en ella.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×