Erlent

Vara við flóðum vegna fellibyls

Yfirvöld í Víetnam gáfu í dag út flóðaviðvaranir í kjölfar þess að fellibylurinn Damrey reið yfir norður- og miðhluta landsins. Þegar hafa fimm látist af völdum fellibylsins í landinu. Yfirvöld höfðu komið upp sjóvarnargörðum til þess að reyna að koma í veg fyrir flóð vegna fellibylsins en skörð komu í garðana þannig að það flæddi m.a. yfir hrísgrjónaakra á svæðinu. Þá fylgdi mikil úrkoma fellibylnum og hefur vatnsborð í ám hækkað mikið af þeim sökum. Sextán létust þegar Damrey gekk yfir ferðamannaeyju úti fyrir Kína fyrr í vikunni og eignatjón af völdum fellibylsins er einnig gríðarlegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×