Erlent

Skortur á iðrun kostnaðarsamur

Reiði og streita í kjölfar bílslysa kostar bresk tryggingfélög og bíleigendur miljónir punda á hverju ári. Nýleg bresk rannsókn bendir til þess að skortur á iðrun og þá afsökun ökumanna sem valda umferðaslysum leiði til þess að ökumenn ýkja bæði líkamlega áverka og tjón á farartækjum. Næstum þriðji hluti svarenda í umfangsmikilli könnun sagðist hiklaust magna upp hvorutveggja ef mótaðili í árekstri sýndi reiði og væri með ásakandi ummæli en á móti sögðust 40 prósent svarenda líklegri til þess að gera það ekki ef mótaðilinn sýndi samúð og bæðist afsökunar. Stærsta tryggingafélag Bretlands segir kostnaðinn vegna þessa geta numið allt að 28 milljónum punda, jafnvirði þriggja milljarða króna. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×