Erlent

Lögreglustjóri New Orleans hættir

Lögreglustjórinn í New Orelans hefur sagt starfi sínu lausu, fjórum vikum eftir að fellibylurinn Katrín reið þar yfir. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins gaf hann engar skýringar á brotthvarfi sínu og þá neitaði hann að svara spurningum fréttamanna um málið. Lögreglan í New Orleans hafði áður tilkynnt að fram myndi fara rannsókn á því hvers vegna um 250 lögreglumenn mættu ekki til vinnu eftir náttúruhamfarirnar en lögreglumönnunum gæti hugsanlega verið refsað fyrir það. Ríflega þúsund manns hafa fundist látnir eftir yfirreið Katrínar fyrir rúmum fjórum vikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×