Erlent

Ráðist á hersveitir í Kabúl

Níu létust og 27 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás á afganskar hersveitir í Kabúl fyrir stundu. Ekki hafa enn borist fregnir af því hver ber ábyrgð á árásinni. Hermennirnir sátu í rútu á leið frá þjálfunarbúðum í útjarðri borgarinnar. Þrjár aðrar rútur skemmdust í sprengingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×