Fleiri fréttir

Fellibylur veldur usla við Kína

Tveir eru látnir af völdum fellibylsins Damrey sem farið hefur eftir strönd kínversku eyjarinnar Hainan undanfarinn sólarhring. Þetta er öflugasti stormur sem gengið hefur yfir eyjuna í þrjá áratugi, en hún er vinsæll ferðamannastaður úti fyrir suðurströnd Kína.

Þrjú flugslys um helgina

Þrír fórust í þremur flugslysum um helgina en flugslys hafa verið tíð að undanförnu í heiminum. Tvö af flugslysunum áttu sér stað í Slóvakíu en það þriðja í Ungverjalandi. Ekki er vitað um ástæður slysanna en verið er að rannsaka tildrög þeirra. Eins og fyrr segir hafa flugslys verið tíð að undanförnu en á síðustu þremur mánuðum hafa sex farþegavélar farist.

Verður ekki kærður fyrir neitt

Lögreglan í Texas handtók Aron Pálma Ágústsson í nótt, að íslenskum tíma, þar sem hann var í neyðarskýli Rauða krossins. Aron Pálmi segir lögreglumenn hafa beðið sig um að koma út fyrir neyðarskýlið og sagt honum þar að hann mætti ekki dvelja í skýlinu. Eftir það hafi hann verið fluttur í fangelsi og verið sagt að hann mætti ekki yfirgefa það þó hann yrði ekki kærður fyrir neitt.

Enn einn látinn úr fuglaflensu

Indónesísk kona lést í morgun af völdum fuglaflensu á sjúkrahúsi í Djakarta, en hún er fimmta manneskjan sem deyr af völdum veikinnar í landinu á skömmum tíma. Þá leikur grunur á að fimm ára stúlka, sem lést í síðustu viku, hafi einnig verið með flensuna en það hefur ekki verið staðfest með rannsóknum. Auk þess eru 17 á sjúkrahúsi grunaðir um að hafa smitast af veikinni.

Kosningum flýttt í Grænlandi

Kosningum í Grænlandi, sem fram áttu að fara 22. nóvember, hefur verið flýtt um viku til þess að ný landsstjórn komist fyrr til starfa. Hans Enoksen, formaður landsstjórnarinnar, boðaði til kosninganna fyrr í mánuðinum eftir deilur Síumútflokksins, sem Enoksen fer fyrir, og samstarfsflokksins Ínúíska bræðralagsins, um fjárlög, en auk þess voru tveir ráðherrar úr Síumútflokknum sakaðir um að sóa almannafé.

Ástralir styðja Indónesa í baráttu

Ástralar munu gefa Indónesum 50 þúsund skammta af lyfinu Tamilflu til þess að hjálpa þeim að berjast við fuglaflensu sem þegar hefur dregið sex manns til dauða í Indónesíu. Frá þessu greindi utanríkisráðherra Ástralíu í dag.

Olíuverð lækkar á heimsmarkaði

Hráolíuverð fer nú lækkandi á heimsmarkaði eftir að ljóst er að fellibylurinn Ríta olli mun minna tjóni á olíumannvirkjum i Texas en óttast var. Nokkrar olíuhreinsistöðvar í Texas eru þó enn óvirkar vegna rafmagnsleysis en þær geta hafið framleiðslu um leið og rafmagn kemst aftur á. Bandarísk stjórnvöld ætla að setja eitthvað af varabirgðum sínum á almennan markað á meðan.

Breskir hermenn féllu á lyfjaprófi

Tuttugu og fimm hermenn úr tveimur hópum í breska hernum eiga nú yfir höfði sér brottvísun úr hernum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi á dögunum. Frá þessu greindi breska varnamálaráðuneytið í dag. Annar hópurinn hafði m.a. starfað í Írak en hinn á Norður-Írlandi en þeir hafa báðir haft aðsetur á Englandi að undanförnu.

Hefði frekar haldið sig heima

Aron Pálmi Ágústsson segir að hann hefði frekar haldið sig heima þegar fellibylurinn Ríta reið yfir en að fara burt með Rauða krossinum hefði hann búist við að verða handtekinn.

Merkel vill leiða viðræður

Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, í Þýskalandi segir að stjórnarmyndunarviðræður við jafnaðarmenn geti ekki haldið áfram nema þeir fallist á að hún leiði viðræðurnar.

Tekur heimildamynd hér á landi

Fjölmennt kvikmyndagerðarlið verður í för með sópransöngkonuninni og Íslandsvininum Kiri Te Kanawa, þegar hún kemur hingað til lands til að syngja á tónleikum í Háskólabíói 5. otkóber. Tilefnið er að svissneski úraframleiðandinn Rolex er að gera heimildamynd um hana, sem eina af mörgum sendiherrum Rolex í listaheiminum, en í þeim hópi er meðal annars Placido Domingo.

Dæmdur fyrir aðild að árásum

Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun Imad Eddin Baraka, meintan leiðtoga al-Qaida á Spáni, í 27 ára fangelsi fyrir samsæri í tengslum við hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september árið 2001. Hann var sýknaður af ákærum um morð í árásunum.

Engar fregnir af manntjóni

Hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns eftir að fellibylurinn Ríta gekk yfir Texas og Louisiana í Bandaríkjunum á laugardaginn. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni vegna veðurofsans.

Öllum vopnum eytt

Írski lýðveldisherinn hefur eytt öllum vopnum sem samtökin notuðu í baráttunni gegn breska hernum á Norður-Írlandi. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar sem hefur fylgst með því hvort lýðveldisherinn standi við loforð sínum um afvopnun.

Genabanki býður prinsessubaun

Ef Margréti Danadrottingu skyldi vanta baun undir krónprinsessuna dönsku, Mary Donaldson, þá getur hún snúið sér til framkvæmdastjóra Norræna genabankans. Hann býður fram þessa aðstoð sína í grein í dagblaðinu <em>Jyllands Posten</em> í dag.

Ríkisstjórn Póllands kolfallin

Ríkisstjórn Mareks Belka, forsætisráðherra Póllands, kolféll í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Miðflokkur og hægriflokkur, sem hafa boðað samstarf eftir kosningarnar, fengu meirihluta atkvæða.

Flestir búa sig undir að snúa heim

Flestir þeirra þriggja milljóna manna sem flúðu heimili sín í Texas og Louisiana vegna fellibylsins Rítu á laugardag búa sig nú undir að snúa aftur til síns heima. Tvö dauðsföll eru rakin til fellibylsins, en hundruð þúsunda heimila og fyrirtækja eru án rafmagns á svæðunum.

Hákarl ræðst á brimbrettakappa

Betur fór en á horfðist á sunnudaginn þegar fimm metra langur hvítháfur hremmdi ástralskan brimbrettakappa, Josh Berris að nafni, í sjónum úti fyrir Kengúrueyju við sunnanverða Ástralíu.

Nafngiftir hafa áhrif á lyktarskyn

Nafngiftir hafa áhrif á hvernig við skynjum lykt af ólíkum hlutum. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem greint er frá á vefsíðu BBC.

Réttarhöldin sögð vafasöm

Þrír sakborningar í dómsmáli vegna uppþotanna í Úsbekistan í maí viðurkenndu í gær að hafa fengið þjálfun í búðum herskárra múslima í nágrannaríkinu Kirgistan. Þá segja vitni að Bandaríkjamenn hafi styrkt uppreisnarmennina.

Merkel vill leiða viðræðurnar

Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata í Þýskalandi segir að stjórnarmyndunarviðræður við jafnaðarmenn geti ekki haldið áfram nema þeir fallist á að hún leiði viðræðurnar.

Afvopnun Norður-Írlands staðreynd

Mikilvægum áfanga í átt til endanlegs friðar á Norður-Írlandi var náð í gær þegar óháð vopnaeftirlitsnefnd lýsti því yfir að Írski lýðveldisherinn hefði afvopnast að fullu. Mótmælendur hafa þó efasemdir um afvopnunina.

Tugþúsundir lyfjaskammta sendir

Ástralar munu gefa Indónesum 50 þúsund skammta af lyfinu Tamilflu til þess að hjálpa þeim að berjast við fuglaflensu sem þegar hefur dregið sex manns til dauða í Indónesíu.

Sheehan handtekin

Cindy Sheehan, móðir bandarísks hermanns sem féll í átökum í Írak á síðasta ári, var handtekin í gær fyrir utan Hvíta húsið í Washington þar sem hún stóð fyrir mótmælum.

Kennarar teknir af lífi

Fimm grunnskólakennarar voru teknir af lífi í þorpinu Muelha, skammt suður af Bagdad í gær. Kennararnir, sem allir voru úr hópi sjía, voru á leið heim úr vinnu þegar uppreisnarmenn, dulbúnir sem lögreglumenn, stöðvuðu bifreið þeirra, leiddu þá aftur inn í kennslustofu og skutu til bana.

Hámaði í sig veiðihníf

Jon-Paul Carew, dýralækni í bænum Plantation í Flórída, brá heldur betur í brún þegar hann skoðaði röntgenmyndir af St. Bernhardshvolpinum Elsie. Í ljós kom að í maga hennar var rúmlega 33 sentimetra langur veiðihnífur með hvössum oddi og sagarblaði.

Dómurinn sagður farsakenndur

Átján manns voru í gær dæmdir á Spáni fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum 11. september, þar á meðal fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera. Sakborningarnir halda fram sakleysi sínu og segja að um skrípaleik sé að ræða.

Aðild að alþjóðastofnunum í hættu

Aðild Póllands að Evrópuráðinu er í hættu ef íhaldssamir sigurvegarar nýafstaðinna þingkosninga þar í landi ákveða að taka upp dauðarefsingu að nýju. Bæði Jaroslav Kaczynski, leiðtogi flokks Laga og réttlætis, og bróðir hans Lech Kaczynski forsetaframbjóðandi hafa mælt fyrir því að dauðarefsingar skuli teknar upp sem meðal til þess að berjast gegn glæpum og spillingu.

Fékk 27 ára fangelsi

Hæstiréttur Spánar dæmdi í dag meintan leiðtoga Al-Qaida á Spáni í 27 ára fangelsi fyrir samsæri í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. Hann var sýknaður af ákærum um morð í árásunum.

Lynndie England sek um misnotkun

Kviðdómur í herrétti í Texas úrskurðaði í gærkvöldi Lynndie England seka um illa meðferð á föngum, ófyrirleitna framkomu og samsæri. Kæran var í sjö liðum og var hún sek af sex þeirra.

Sigur fyrir Sharon

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, náði naumum sigri í gærkvöldi þegar kosið var um tillögu andstæðinga hans innan Líkúd-bandalagsins um að flýta aðalfundi og þar með formannskosningu.

Björgunarsveitir aðstoða fólk

Björgunarsveitir eru nú að aðstoða hundruð manna sem þurftu að leita skjóls á þökum húsa sinna í suðurhluta Louisiana vegna flóða sem fylgdu fellibylnum Rítu. Veðrið er nú gengið niður en yfirvöld í Texas og Louisiana hvetja flóttafólk til þess að vera ekkert að flýta sér heim meðan verið er að gera við flóðgarða sem rofnuðu í óveðrinu.

200 handteknir á Vesturbakkanum

Ísraelar handtóku yfir tvö hundruð grunaða hryðjuverkamenn á Vesturbakkanum í morgun og vöruðu Palestínumenn við harkalegum hefndaraðgerðum vegna eldflaugaárása frá Gaza-svæðinu. Tvær vikur eru liðnar frá því Ísraelar fluttu landnemabyggðir og alla hermenn sína frá Gaza.

ETA grunuð um bílsprengingu

Bílsprengja sprakk á iðnarsvæði í Avila-héraði á Norður-Spáni í gærkvöld. Enginn særðist í sprengingunni en viðvörun barst tveimur dagblöðum um hálftíma áður en sprengingin átti sér stað. Talið er að ETA, hin herskáu aðskilnaðarsamtök Baska, hafi staðið fyrir ódæðinu.

Fjögur verk eignuð Rembrandt

Fjögur málverk, sem hingað til voru talin hafa verið máluð af börnum hollenska listmálarans Rembrandts, hafa nú verið eignuð honum sjálfum. Hið sanna kom í ljós þegar verið var að undirbúa sýningu með verkum Rembrandts í Amsterdam.

Herinn má beita stórskotaliði

Ríkisstjórn Ísraels hefur gefið hernum heimild til þess að beita stórskotaliði til þess að stöðva eldflaugaárásir Palestínumanna frá Gaza-svæðinu. Þess eru varla fordæmi að ríkisstjórn hafi gefið leyfi til þess að beita stórskotaliði nánast innan eigin landamæra.

Engin tímatafla um brottflutning

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að setja tímatöflu um brottflutning breskra hermanna frá Írak. Vaxandi mannfall í breskum hersveitum í Írak hefur vakið upp nýja mótmælaöldu í Bretlandi.

Líbönsk sjónvarpskona særðist

Líbönsk sjónvarpskona særðist mjög alvarlega þegar sprengja sprakk í bifreið hennar skammt norður af Beirút í dag. Konan var flutt í skyndi á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvort hún sé í lífshættu.

Vopnahléinu lokið?

Vopnahlé Ísraelsmanna og Palestínumanna, sem staðið hefur frá því snemma á þessu ári, virðist endalega vera að líða undir lok. Tveir Palestínumenn létust nú síðdegis í loftárás ísraelska hersins á bifreið sem þeir voru í. Fjórir eru sárir að sögn vitna.

Ríta: 500 milljarða tjón

Talið er að fellibylurinn Ríta hafi valdið um fimm hundruð milljarða króna tjóni í suðurríkjum Bandaríkjanna. En þótt tjónið sé mikið létti mönnum við það að ekki urðu miklar skemmdir á olíuhreinsunarstöðvum og öðrum tengdum mannvirkjum.

Íþróttamót múslimakvenna í Íran

Alþjóðlegt íþróttamót múslimakvenna hófst í Íran um helgina. Íþróttakonur frá Bandaríkjunum taka nú þátt í fyrsta sinn og eru snyrtilega klæddar, eins og stallsystur þeirra.

Afvopnun IRA lokið

Alþjóðlegir vopnaeftirlitsmenn munu í dag tilkynna að þeir hafi fylgt eftir til fullnustu afvopnun Írska lýðveldishersins. Að afvopnun hinna herskáu samtaka, sem hafa verið burðarásinn í vopnaðri baráttu lýðveldissinna gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi, sé sannreynd er mikill áfangi í friðarferlinu sem hófst fyrir tólf árum.

Milljónir sem flúðu Ritu snúa heim

Ríkisstjórar Texas og Louisiana flugu í gær hvor fyrir sig yfir svæðin sem verst urðu úti af völdum fellibylsins Ritu um helgina. Björgunarsveitarmenn í Suður-Louisiana leituðu hundruða íbúa á svæðinu sem talið var að væru innlyksa í kaffærðum húsum. Allt að þrjár milljónir manna, sem flúið höfðu undan fellibylnum, streymdu til síns heima í gær.

Bölvun fyrir Palestínumenn

Óformlegt vopnahlé Ísraela og Hamas-samtakanna er í hættu eftir að samtökin skutu eldflaugum á Ísrael og þeim árásum var svarað af mikilli hörku. Varaforsætisráðherra Ísraels, Shimon Peres, segir Hamas-samtökin bölvun fyrir Palestínumenn, ógnun við friðinn og vandamál fyrir Ísraelsmenn.

Hægriflokkar sigra í Póllandi

Fyrstu tölur í þingkosningunum sem fram fóru í Póllandi í gær bentu til að spár gengju eftir um afgerandi sigur tveggja hægriflokka, sem hafa boðað stjórnarsamstarf. Vinstriflokkarnir, sem sigruðu stórt í síðustu þingkosningum fyrir fjórum árum, biðu afhroð.

Sjá næstu 50 fréttir