Erlent

Kosningum flýttt í Grænlandi

Kosningum í Grænlandi, sem fram áttu að fara 22. nóvember, hefur verið flýtt um viku til þess að ný landsstjórn komist fyrr til starfa. Hans Enoksen, formaður landsstjórnarinnar, boðaði til kosninganna fyrr í mánuðinum eftir deilur Síumútflokksins, sem Enoksen fer fyrir, og samstarfsflokksins Ínúíska bræðralagsins, um fjárlög, en auk þess voru tveir ráðherrar úr Síumútflokknum sakaðir um að sóa almannafé. Kosið verður til þings á Grænlandi þriðjudaginn 15. nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×