Fleiri fréttir

Gekk nakinn um göturnar

Stjórnmálamaðurinn Keith Locke gaf kjósendum það vafasama kosningaloforð að hann myndi afklæðast og ganga nakinn um götur Auckland á Nýja-Sjálandi ef hann tapaði fyrir stjórnmálaandstæðingi sínum, Rodney Hide. Locke stóð við loforð sitt og brá á það ráð að klæðast eingöngu nærbuxum og láta mála líkama sinn eins og hann væri klæddur jakkafötum. </font />

Handtóku 200 Palestínumen

Ísraelar handtóku í gærmorgun yfir 200 eftirlýsta Palestínumenn á Vesturbakkanum. Flestir voru þeir meðlimir Hamas-samtakanna og Samtaka heilags stríðs. Á meðan þessu stóð settu ísraelskir hermenn upp vopn á landamærunum og skutu tilraunaskotum á auð svæði.

Fólksfækkun í Rússlandi

Fólki fækkar ört í Rússlandi á næstu árum og áratugum vegna snaraukinnar dánartíðni og stórlækkaðrar fæðingartíðni. Lundúnablaðið The Times greindi frá því um helgina að nú væru framkvæmdar fleiri fóstureyðingar í Rússlandi en börn fæðast í landinu.

Vilja þrjú börn í stað tveggja

Franska ríkisstjórnin hvetur landa sína til að eignast þriðja barnið, en láta ekki staðar numið eftir tvö eins og flestar franskar fjölskyldur gera nú, og hefur ákveðið að bjóða aukna fjárhagslega aðstoð fyrir fjölskyldufólk.

Prinsinn á von á barni í lausaleik

Louis prins í Lúxemborg og kærastan hans eiga von á barni. Prinsinn, sem er aðeins nítján ára gamall, kynntist kærustunni í herþjónustu í Kosovo á síðasta ári.

Ríta gengin á land

Fellibylurinn Ríta gekk á land í Texas og Louisiana klukkan hálfátta í morgun að íslenskum tíma. Auga fellibylsins skall á suðvesturströnd Louisiana, rétt austan við borgina Sabine Pass í Texas. Vindhraðinn er tæpir tvö hundruð kílómetrar á klukkustund.

Sprengingar skekja Gaza

Sprengingar skóku Gazaströndina í morgun. Ísraelski loftherinn varpaði sprengjum á svæði í norðurhluta Gaza og sagði talsmaður hersins að þetta væri gert til að stöðva palestínska árásarmenn sem hafa notað svæðið til að skjóta flugskeytum á Ísrael. Engin meiðsl á fólki hafa verið tilkynnt.

Tveir særðir eftir vegsprengju

Tveir bandarískir hermenn særðust þegar sprengja í vegkanti sprakk í þann mund sem hersveit þeirra ók fram hjá henni í suðurhluta Afganistans í morgun. Skotbardagi upphófst í kjölfarið á milli hermanna og uppreisnarmanna sem endaði með því að þrír skæruliðar voru handsamaðir, að því er talsmaður Bandaríkjahers greindi frá.

Henti handsprengju að unglingum

Þrír unglingspiltar létust og að minnsta kosti átta aðrir særðust þegar maður henti handsprengju að hópi unglinga á bæjarskemmtun á suðurhluta Filippseyja í dag. Lögregla segir að einn drengjanna hafi áður hent grjóti í manninn sem brást við fyrrnefndum afleiðingum.

Skárra en óttast var

Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður segir að sem stendur sé ástandið heldur skárra en óttast hafi verið í Houston vegna fellibylsins Rítu. Verst sé ástandið líklega þar sem miðja fellibylsins fór yfir í morgun í kringum bæina Beaumont og Lake Charles en þaðan hafi nánast engar fréttir borist. Að minnsta kosti hálf milljón íbúa er rafmagnslaus.

Afl Rítu komið niður í einn

Afl fellibylsins Rítu hefur minnkað mjög og er nú aðeins einn á fellibyljakvarðanum en var kominn upp í fimm þegar mest var áður en hann náði ströndum Bandaríkjanna. Engar fréttir hafa borist af manntjóni.

Tveir Palestínumenn drepnir á Gaza

Að minnsta kosti tveir Palestínumenn létust þegar tvær bifreiðar með meðlimi Hamas-samtakanna innanborðs var sprengd í loft upp á Gaza í dag. Haft er eftir vitnum að ísraelskar herþotur hafi skotið á bifreiðarnar.

Tíu fótboltamenn hurfu

Leikmenn fótboltaliða frá Zimbabwe „hurfu“ á ferð liðs þeirra til Bretlands. Talið er að mennirnir, sem eru tíu talsins, hafi ákveðið að stinga af með það í huga að gerast ólöglegir innflytjendur í Bretlandi og eiga þar með von um nýtt og betra líf.

Komu af stað skógareldum

Skógareldar hafa geisað á Suður-Spáni frá því í fyrradag og brennt meira um 2600 hektara lands. Tveir ferðamenn á sextugsaldri, breskur karlmaður og frönsk kona, hafa viðurkennt að hafa orðið völd að bálinu óviljandi þegar þau ætluðu að orna sér við bálköst og senda merki um leið eftir að hafa týnst í skóglendinu.

Gömlum Kínverjum fjölgar

Eldri borgarar í Kína eru nú um 130 milljónir og meira en tíu prósent íbúanna þar, samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórn Kína

Sátt um smókinginn

Samkynhneigður nemandi við miðskóla í Bandaríkjunum hefur fengið uppreisn æru sex mánuðum eftir að útskriftarmynd af henni var dregin út úr árbók skólans vegna þess að hún var íklædd smóking á myndinni

Írönum gefið lokatækifæri

Stjórn Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), sem í sitja fulltrúar 35 ríkja, samþykkti í gær ályktun sem gæti leitt til þess að Íransstjórn verði stefnt fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna meintra brota á alþjóðasáttmála um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna.

Minna tjón en óttast var

Fellibylurinn Rita gekk á land í Texas og Louisiana í gær. Tjón virtist ætla að verða minna en óttast var enda dró allhratt úr veðurhamnum. Mikil úrkoma olli þó flóðahættu, meðal annars í New Orleans. Rafmagnslaust varð hjá yfir milljón manns.

Afsögn ráðherra veldur ólgu

Stjórnarkreppa blasir við á Ítalíu í kjölfar þess að forsætisráðherrann, Silvio Berlusconi krafðist þess á föstudag að bankastjóri Seðlabanka Ítalíu segði af sér.

Minna tjón en óttast hafði verið

Fellibylurinn Ríta náði landi í morgun við fylkjamörk Texas og Louisiana. Þar fór hann yfir Galveston, Houston, Lake Charles og New Orleans. Þrátt fyrir ógnarkraft olli Ríta ekki jafn miklu tjóni og óttast hafði verið. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Houston í Texas.

Íbúar Texas flýja

Bílaröð sem er nærri jafnlöng og allur vegkaflinn milli Reykjavíkur og Stykkishólms hefur myndast utan við Houston, þar sem fólk flýr fellibylinn Rítu.

Ekki um faraldur að ræða

Enn eitt tilfellið af fuglaflensu kom upp á Indónesíu í gær og verið er að athuga sautján manns í landinu, sem grunur leikur á að hafi sýkst.

Roberts samþykktur í nefnd

Nefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær John Roberts sem nýjan forseta hæstaréttar Bandaríkjanna.Þrettán nefndarmanna greiddu Róberts atkvæði sitt, en fimm voru andsnúnir skipun hans.

Þrír Palestínumenn drepnir

Ísraelskir hermenn skutu í nótt þrjá herskáa Palestínumenn til bana við Vesturbakkann. Að sögn vitna eltu ísraelskir herjeppar Palestínumennina, sem hófu skothríð á flótta sínum.

Ekkert glæpsamlegt bjó að baki

Stjórnvöld í Mexíkó fullyrða að um slys hafi verið að ræða þegar öryggismálaráðherra landsins og lögreglustjóri létust ásamt sjö öðrum þegar þyrla hrapaði í fyrradag. Einum mannana um borð hafði nýlega verið hótað lífláti af eiturlyfjabarónum og grunsemdir vöknuðu strax um að þyrluhrapið hefði ekki verið tilviljun.

Bílsprengja sprakk í Bagdad

Bílsprengja sprakk í Bagdad, höfuðborg Íraks, núna í morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort mannfall hafi orðið.

Einn árásarmannanna framseldur

Hússein Osman, einn mannanna sem gerðu misheppnaðar árásir á London tuttugasta og fyrsta júlí, mun á næstu dögum fara í fyrsta sinn fyrir rétt í Bretlandi. Hann var framseldur frá Ítalíu í gær en þar hafði lögregla uppi á honum eftir árásirnar.

Þurfa ekki matvæli frá S.þ.

Norður-Kóreumenn segjast ekki lengur þurfa matvæli frá Sameinuðu þjóðunum, þó að vannæring sé ennþá viðvarandi vandamál í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Norður-Kóreu segir að þeir fái nú nóg af mat úr öðrum áttum og þurfi ekki á því að halda að þiggja aðstoð sem í raun sé bara pólitísk beita.

Handtekinn á Manchester-flugvelli

Breska lögreglan handtók mann á flugvellinum í Manchester í morgun vegna gruns um að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Maðurinn veitti mikla mótspyrnu við handtökuna og þurftu lögreglumenn að nota rafmagnsbyssu til að yfirbuga hann, að sögn talsmanns lögreglunnar.

Hóta að sprengja olíuborpalla

Það er ekki nóg með að fellibylurinn Rita valdi usla á olíumörkuðum því olíuframleiðsla í Nígeríu dróst enn saman í dag vegna hótana uppreisnarmanna um að sprengja olíuborpalla og -leiðslur í loft upp.

Líklegt að Ríta eflist

Fellibylurinn Ríta nálgast nú strendur Texas og Louisiana í Bandaríkjunum. Ríta er enn skilgreind sem fellibylur af styrkleika fjögur en þar sem hún á eftir að fara yfir mjög hlýjan sjó eru allar líkur á að hún eflist á ný og verði orðin öflugri en Katrín þegar hún skellur á landi einhvern tímann á næsta sólarhring.

Ætlaði að festa pakkann á vélina?

Svo virðist sem maðurinn, sem handtekinn var með grunsamlegan pakka við flugvöllinn í Manchester í morgun, hafi ætlað að koma pakkanum fyrir á skrokki einnar flugvélarinnar sem beið á stæðinu, samkvæmt fréttavef BBC. Ekki hefur verið gefið upp hvort um sprengju var að ræða eða ekki.

Upplifir hræðslu hjá fólki

Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á flugvellinum í Houston í Texas, segist upplifa nokkra hræðslu og streitu hjá fólki sem reynir nú að flýja borgina vegna fellibylsins Rítu. Hundruð þúsund manna eru föst í bílaröðum, margir bensínlausir, og vatn er orðið af skornum skammti en óljóst er með matarbirgðir.

Rúta með Houston-búum sprakk

Að minnsta kosti tuttugu eru látnir eftir að rúta sprakk sem í voru ellilífeyriþegar sem voru að flýja frá Houston til Dallas vegna fellibylsins Rítu. Hátt í fimmtíu manns voru í rútunni og stöðvaðist umferð um hríð vegna slyssins.

Þrýstingur á Berlusconi eykst

Enn eykst þrýstingurinn á Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, að reka seðlabankastjórann Antonio Fazio eða segja sjálfur af sér ella. Í gær sagði fjármálaráðherrann Domenico Sinisalco af sér í mótmælaskyni við það að seðlabankastjórinn Fazio sæti sem fastast án þess að nokkur gerði neitt.

Leggur 6000 heimili í rúst

Búist er við að fellibylurinn Ríta muni leggja um 6000 þúsund heimili í rúst í Texas ríki þegar hún gengur þar á land og að borgin Port Arthur munu öll fara undir vatn, samkvæmt síðustu tíðindum frá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna.

Engin sprengja í töskunni

Breska lögreglan handtók meintan hryðjuverkamann á flugvellinum í Manchester í morgun. Beita þurfti rafmagnsbyssu til að yfirbuga manninn sem veitti mikla mótspyrnu við handtökuna. Engin sprengja var í tösku mannsins eins og talið var.

Hamas-liðar féllu í sprengingu

Pallbíll sem hópur grímuklæddra herskárra Palestínumanna ók um á sprakk í loft upp á útifundi Hamas-samtakanna á Gazasvæðinu í gær. Að minnsta kosti tíu Palestínumenn létu lífið og um 85 særðust, að sögn sjúkrahúslækna.

Khodorkovskí-mál til Strassborgar

Saksóknarar í Moskvu lýstu því yfir í gær að dómsmáli olíuviðskiptajöfursins Mikhaíl Khodorkovskí væri lokið. En lögmenn hans hétu því að málinu yrði skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Rita talin munu valda miklu tjóni

Fellibylurinn Rita nálgaðist strönd Texas og Louisiana óðfluga í gær. Umferð var í hnút á helstu flóttaleiðunum. Jafnvel var óttast að margt fólk yrði enn fast þegar bylurinn skylli á, með vindhraða allt upp í 220 km/klst og hamslausri úrkomu. Miklu tjóni var spáð á olíuiðnaði í Texas. Í New Orleans voru flóðvarnargarðar farnir að gefa sig aftur. 

Hægriflokkum spáð sigri í Póllandi

Þingkosningar fara fram í Póllandi nú um helgina. Tveir miðju-hægriflokkar mælast fylgismestir í skoðanakönnunum og er búist við því að vinstriflokkarnir sem stóðu að fráfarandi minnihlutastjórn bíði mikið afhroð.

Ríta nálgast óðum

Fellibylurinn Ríta er í þann mund að skella á ströndum Texas og Louisiana. Hann virðist á góðri leið með að verða jafn kröftugur og jafnvel kröftugri en Katrín sem reið yfir Suðurríkin fyrir innan við mánuði með hörmulegum afleiðingum.

ESB-búar vilja Ísland í sambandið

Sjö af hverjum tíu íbúum Evrópusambandslandanna 25 vilja að Ísland fái aðild að sambandinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu Eurobarometer-könnunarinnar, viðhorfskönnunar sem tölfræðistofnun ESB, Eurostat, gerir reglulega í öllum aðildarríkjunum.

Sjá næstu 50 fréttir