Erlent

Merkel vill leiða viðræður

Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, í Þýskalandi segir að stjórnarmyndunarviðræður við jafnaðarmenn geti ekki haldið áfram nema þeir fallist á að hún leiði viðræðurnar. Stjórnarmyndunarviðræður hafa verið í miklum hnút frá því kosið var til þýska sambandsþingsins fyrir rúmri viku. Bæði Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, og Gerhard Schröder, leiðtogi Jafnaðarmanna, hafa fagnað góðum árangri í kosningunum og gera þau bæði tilkall til kanslaraembættisins. Merkel fundaði með flokksforystu Kristilegra demókrata í Berlín í morgun og undirstrikaði hún að eðlilegt væri að hennar flokkur gerði tilkall til embættisins þar sem flokkurinn væri nú stærri flokkur en flokkur jafnaðarmanna. Hún útilokaði ekki að ræða óformlega við Schröder áður en þau gengju til formlegra viðræðna um myndun stjórnar stóru flokkanna. Engin niðurstaða fékkst á fundi þeirra síðastliðinn fimmtudag en þau áforma að hittast aftur á miðvikudag til að ræða framhaldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×