Erlent

Olíuverð lækkar á heimsmarkaði

MYND/Reuters
Hráolíuverð fer nú lækkandi á heimsmarkaði eftir að ljóst er að fellibylurinn Ríta olli mun minna tjóni á olíumannvirkjum i Texas en óttast var. Nokkrar olíuhreinsistöðvar í Texas eru þó enn óvirkar vegna rafmagnsleysis en þær geta hafið framleiðslu um leið og rafmagn kemst aftur á. Bandarísk stjórnvöld ætla að setja eitthvað af varabirgðum sínum á almennan markað á meðan. Verð hefur verið að lækka um 40 til 60 sent á tunnuna í morgun og spáð er frekari lækkun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×