Erlent

Öllum vopnum eytt

Írski lýðveldisherinn hefur eytt öllum vopnum sem samtökin notuðu í baráttunni gegn breska hernum á Norður-Írlandi. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar sem hefur fylgst með því hvort lýðveldisherinn standi við loforð sínum um afvopnun. Nefndin hefur tilkynnt breskum og írskum stjórnvöldum um þetta og standa vonir til að þetta verði til að endurvekja friðarferlið á Norður-Írlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×