Erlent

Fjögur verk eignuð Rembrandt

Fjögur málverk, sem hingað til voru talin hafa verið máluð af börnum hollenska listmálarans Rembrandts, hafa nú verið eignuð honum sjálfum. Hið sanna kom í ljós þegar verið var að undirbúa sýningu með verkum Rembrandts í Amsterdam. Sérfræðingar segja að handbragð meistarans sé vissulega á myndunum fjórum, meðal annars hin óvenjulega lýsing sem einkennir verk hans. Aðeins eru nokkrir dagar síðan sjálfsmynd eftir Rembrandt, sem var stolið af listasafni í Stokkhólmi fyrir fimm árum, fannst í fórum fjögurra manna í Danmörku. Rembrandt var uppi á 17. öld og er jafnan talinn með mestu listmálurum sögunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×