Erlent

Verður ekki kærður fyrir neitt

MYND/Rohn Weesler
Lögreglan í Texas handtók Aron Pálma Ágústsson í nótt, að íslenskum tíma, þar sem hann var í neyðarskýli Rauða krossins. Aron Pálmi segir lögreglumenn hafa beðið sig um að koma út fyrir neyðarskýlið og sagt honum þar að hann mætti ekki dvelja í skýlinu. Eftir það hafi hann verið fluttur í fangelsi og verið sagt að hann mætti ekki yfirgefa það þó hann yrði ekki kærður fyrir neitt. Honum var sagt að þar sem hann hefði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot mætti hann ekki ganga laus og því yrði hann í haldi þar til rúta flytur hann og fleira fólk til Texas þar sem hann fer aftur í fangelsi. Aron Pálmi segir að hefði hann grunað að þetta ætti eftir að gerast hefði hann frekar freistað gæfunnar í heimabæ sínum Beaumont þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir. Aron Pálmi reyndi í morgun að ná sambandi við sendiráð Íslands og stuðningshóp sinn en gekk illa. Hann náði loks sambandi við utanríkisráðuneytið og var sagt að reynt yrði að vekja einhvern í sendiráðinu í Washington.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×