Erlent

Afvopnun IRA lokið

Alþjóðlegir vopnaeftirlitsmenn munu í dag tilkynna að þeir hafi fylgt eftir til fullnustu afvopnun Írska lýðveldishersins. Að afvopnun hinna herskáu samtaka, sem hafa verið burðarásinn í vopnaðri baráttu norður-írskra lýðveldissinna gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi síðustu áratugina, sé sannreynd er mikill áfangi í friðarferlinu sem hófst fyrir tólf árum. Aðstoðarmaður John de Chastelain, fyrrverandi hershöfðingja frá Kanada sem haft hefur yfirumsjón með eftirlitinu með eyðingu vopnabúrs IRA, sagði að hann myndi halda blaðamannafund um málið um miðjan dag í dag, mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×