Erlent

Vopnahléinu lokið?

Vopnahlé Ísraelsmanna og Palestínumanna, sem staðið hefur frá því snemma á þessu ári, virðist endalega vera að líða undir lok. Tveir Palestínumenn létust nú síðdegis í loftárás ísraelska hersins á bifreið sem þeir voru í. Fjórir eru sárir að sögn vitna. Ríkisstjórn Ísraels gaf hernum í morgun heimild til þess að beita stórskotaliði til þess að stöðva eldflaugaárásir Palestínumanna frá Gaza-svæðinu. Þess eru varla fordæmi að ríkisstjórn hafi gefið leyfi til þess að beita stórskotaliði nánast innan eigin landamæra. Þá handtóku Ísraelar yfir tvö hundruð grunaða hryðjuverkamenn á Vesturbakkanum í morgun og vöruðu Palestínumenn við harkalegum hefndaraðgerðum vegna eldflaugaárása frá Gaza-svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×