Erlent

Sigur fyrir Sharon

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, náði naumum sigri í gærkvöldi þegar kosið var um tillögu andstæðinga hans innan Líkúd-bandalagsins um að flýta aðalfundi og þar með formannskosningu. Það var harðlínufylking Banjamíns Netanjahús sem lagði fram tillöguna og var talið að ef hún næði kosningu mundi áfallið fyrir Sharon duga til þess að hann segði sig úr bandalaginu og gengi til liðs við miðjuflokka. Ákaft var fagnað á kosningaskrifstofum Sharons.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×