Erlent

Ríkisstjórn Póllands kolfallin

Ríkisstjórn Mareks Belka, forsætisráðherra Póllands, kolféll í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Miðflokkur og hægriflokkur, sem hafa boðað samstarf eftir kosningarnar, fengu meirihluta atkvæða. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga- og réttlætisflokksins, hefur þegar lýst yfir sigri, en flokkurinn þrefaldaði fylgi sitt. Núverandi ríkisstjórn hefur sætt mikillar gagnrýni, meðal annars vegna gríðarlegs atvinnuleysis, en það er nú um 18%, sem er það hæsta í löndum Evrópusambandsins. Stjórnin hefur einnig verið gagnrýnd harðlega vegna afstöðu sinnar til Íraksstríðsins, en yfir 1500 pólskir hermenn eru í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×