Erlent

Hákarl ræðst á brimbrettakappa

Betur fór en á horfðist á sunnudaginn þegar fimm metra langur hvítháfur hremmdi ástralskan brimbrettakappa, Josh Berris að nafni, í sjónum úti fyrir Kengúrueyju við sunnanverða Ástralíu. Hákarlinn læsti tönnunum í Berris sem braust um á hæl og hnakka en skömmu síðar komu vinir hans honum til bjargar og drógu hann að landi. Hvítháfar eru friðaðir en þeir hafa fært sig upp á skaftið að undanförnu. Á síðastliðnum fimm árum hafa fimm manns orðið hvítháfum að bráð á þessum slóðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×