Erlent

Ríta: 500 milljarða tjón

Talið er að fellibylurinn Ríta hafi valdið um fimm hundruð milljarða króna tjóni í suðurríkjum Bandaríkjanna. En þótt tjónið sé mikið létti mönnum við það að ekki urðu miklar skemmdir á olíuhreinsunarstöðvum og öðrum tengdum mannvirkjum. Þetta varð til þess að olíuverð lækkaði nokkuð en það hækkaði þegar Ríta gekk á land. Yfirvöld í Texas hafa hvatt flóttafólk til þess að flýta sér ekki heim aftur fyrr en búið sé að gera við flóðgarða og ræsa fram svæði sem flæddi yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×