Hægriflokkar sigra í Póllandi 25. september 2005 00:01 Fyrstu tölur í þingkosningunum sem fram fóru í Póllandi í gær bentu til að spár gengju eftir um afgerandi sigur tveggja hægriflokka, sem hafa boðað stjórnarsamstarf. Vinstriflokkarnir, sem sigruðu stórt í síðustu þingkosningum fyrir fjórum árum, biðu afhroð. Samkvæmt útgönguspá pólska ríkissjónvarpsins fékk íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti 27,6 prósent atkvæða en flokkur frjálshyggjumanna, Borgaravettvangur, fékk 24,1 prósent. Fylgi Lýðræðislega vinstribandalagsins, arftaka pólska kommúnistaflokksins sem fékk um 41 prósent atkvæða í kosningunum fyrir fjórum árum, hrapaði niður í rúm ellefu prósent nú, samkvæmt útgönguspánni. Kjörsókn var lítil eins og reynar í flestum kosningum sem fram hafa farið í Póllandi frá því kommúnisminn féll. Úrslitin sýna afgerandi vilja pólskra kjósenda til stjórnarskipta. Báðir hægriflokkarnir eiga rætur í Samstöðu, verkalýðshreyfingunni sem gegndi burðarhlutverki í að steypa kommúnistastjórninni á níunda áratugnum. En líkt og þýskir kjósendur gerðu í þingkosningunum þar í landi fyrir viku heyktust pólskir kjósendur á því að veita þeim sem lengst vildu ganga í efnahagsumbótum umboð til að hrinda þeim í framkvæmd, með því að veita íhaldsflokknum forskot á frjálshyggjuflokkinn, en í skoðanakönnunum höfðu hlutföllin verið alveg á hinn veginn. Laga- og regluflokkurinn leggur meiri áherslu á að standa vörð um velferðarkerfið, þrátt fyrir að boða efnahagsumbætur með minni ríkisafskiptum, en í landi þar sem atvinnuleysi er samkvæmt opinberum tölum tæp átján prósent eru margir áhyggjufullir yfir því hvernig sparnaðaraðgerðir í ríkisrekstrinum muni snerta þá sjálfa. Samkvæmt útgönguspánum var gert ráð fyrir að hægriflokkarnir fengju 303 af 460 þingsætum. Það er öruggur meirihluti, en fjórum þingsætum undir þeim tveimur þriðju þingsæta sem þeir þyrftu að ráða yfir til að geta komið stjórnarskrárbreytingum í gegn. Miðað við að þessi úrslit gengju eftir var líklegast að leiðtogi Laga og réttlætis, Jaroslaw Kaczinsky, yrði forsætisráðherra. En hann hefur sagt að hann myndi ekki gefa kost á sér í embættið ef svo skyldi fara að eineggja tvíburabróðir hans, Lech Kaczynski, yrði kjörinn forseti lýðveldisins. Forsetakosningar fara fram í október og Kaczynski er sá frambjóðandi sem mests fylgis nýtur samkvæmd skoðanakönnunum. Erlent Fréttir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Fyrstu tölur í þingkosningunum sem fram fóru í Póllandi í gær bentu til að spár gengju eftir um afgerandi sigur tveggja hægriflokka, sem hafa boðað stjórnarsamstarf. Vinstriflokkarnir, sem sigruðu stórt í síðustu þingkosningum fyrir fjórum árum, biðu afhroð. Samkvæmt útgönguspá pólska ríkissjónvarpsins fékk íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti 27,6 prósent atkvæða en flokkur frjálshyggjumanna, Borgaravettvangur, fékk 24,1 prósent. Fylgi Lýðræðislega vinstribandalagsins, arftaka pólska kommúnistaflokksins sem fékk um 41 prósent atkvæða í kosningunum fyrir fjórum árum, hrapaði niður í rúm ellefu prósent nú, samkvæmt útgönguspánni. Kjörsókn var lítil eins og reynar í flestum kosningum sem fram hafa farið í Póllandi frá því kommúnisminn féll. Úrslitin sýna afgerandi vilja pólskra kjósenda til stjórnarskipta. Báðir hægriflokkarnir eiga rætur í Samstöðu, verkalýðshreyfingunni sem gegndi burðarhlutverki í að steypa kommúnistastjórninni á níunda áratugnum. En líkt og þýskir kjósendur gerðu í þingkosningunum þar í landi fyrir viku heyktust pólskir kjósendur á því að veita þeim sem lengst vildu ganga í efnahagsumbótum umboð til að hrinda þeim í framkvæmd, með því að veita íhaldsflokknum forskot á frjálshyggjuflokkinn, en í skoðanakönnunum höfðu hlutföllin verið alveg á hinn veginn. Laga- og regluflokkurinn leggur meiri áherslu á að standa vörð um velferðarkerfið, þrátt fyrir að boða efnahagsumbætur með minni ríkisafskiptum, en í landi þar sem atvinnuleysi er samkvæmt opinberum tölum tæp átján prósent eru margir áhyggjufullir yfir því hvernig sparnaðaraðgerðir í ríkisrekstrinum muni snerta þá sjálfa. Samkvæmt útgönguspánum var gert ráð fyrir að hægriflokkarnir fengju 303 af 460 þingsætum. Það er öruggur meirihluti, en fjórum þingsætum undir þeim tveimur þriðju þingsæta sem þeir þyrftu að ráða yfir til að geta komið stjórnarskrárbreytingum í gegn. Miðað við að þessi úrslit gengju eftir var líklegast að leiðtogi Laga og réttlætis, Jaroslaw Kaczinsky, yrði forsætisráðherra. En hann hefur sagt að hann myndi ekki gefa kost á sér í embættið ef svo skyldi fara að eineggja tvíburabróðir hans, Lech Kaczynski, yrði kjörinn forseti lýðveldisins. Forsetakosningar fara fram í október og Kaczynski er sá frambjóðandi sem mests fylgis nýtur samkvæmd skoðanakönnunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira