Erlent

Kennarar teknir af lífi

Fimm grunnskólakennarar voru teknir af lífi í þorpinu Muelha, skammt suður af Bagdad í gær. Kennararnir, sem allir voru úr hópi sjía, voru á leið heim úr vinnu þegar uppreisnarmenn, dulbúnir sem lögreglumenn, stöðvuðu bifreið þeirra, leiddu þá aftur inn í kennslustofu og skutu til bana. Þá létust sjö íraskir lögreglumenn og þrír borgarar þegar bílsprengja sprakk við vegatálma í Bagdad. Bandaríkjamenn létu í gær 500 fanga lausa úr Abu Ghraib fangelsinu til að blíðka súnnía fyrir atkvæðagreiðsluna um stjórnarskrárdrögin sem haldin verður eftir þrjár vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×