Fleiri fréttir

Mikil spenna í kosningum í Noregi

Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar í dag. Stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkarnir eru hnífjafnir í skoðanakönnunum og enginn treystir sér til að spá fyrir um úrslitin.

Unglingspiltar fundust látnir

Lögregla í bænum Wokingham í Berkshire í Bretlandi hefur handtekið tvo 18 ára pilta í tenglsum við morð á tveimur öðrum piltum á fimmtánda og sautjánda ári í gærkvöld. Talið er að báðir drengirnir hafi verið stungnir til bana, en líkin af þeim fundust í vinsælum almenningsgarði í bænum.

Palestínumaður skotinn til bana

Palestínumaður var skotinn til bana á landamærum Gasastrandarinnar og Egyptalands í dag, sama dag og Ísraelar drógu sig algerlega út af Gasaströndinni. <em>Reuters</em>-fréttastofan hefur eftir vitnum á staðnum að fjölmargir Palestínumenn og Egyptar hafi streymt í báðar áttir yfir landamærin til þess að fagna brotthvarfi Ísraelshers þaðan, en egypskum landamæravörðum var falið að gæta þess að vopnum yrði ekki smyglað frá Egyptalandi til Gasastrandarinnar eftir brottför Ísraelshers.

Koma að hreinsistöð í Pétursborg

Norræni fjárfestingarbankinn og umhverfisfjármögnunarfyrirtækið NEFCO eru meðal stærstu þátttakenda í umhverfisverkefni í Pétursborg í Rússlandi. Þar er hreinsistöð fyrir hartnær eina milljón íbúa nú tilbúin til notkunar. Talið er að hreinsistöðin muni hafa mikil áhrif á vatnsgæði í Finnskaflóa sem og annars staðar í Eystrasaltinu.

Leikskólabörn brögðuðu á dópi

Sjö dönsk leikskólabörn voru lögð inn á spítala eftir að þau höfðu bragðað á eiturlyfjum sem þau fundu í skógi við Frederikssund í Danmörku í dag. Börnin, sem eru á leikskóla í Farum, voru ásamt kennurum sínum í skógarferð þegar nokkur þeirra fundu nokkra poka með hvítu dufti í. Þau náðu að bragða á efninu, sem lögregla telur vera kókaín, áður en starfsmenn leikskólans komu að þeim og voru í kjölfarið flutt á sjúkrahús til rannsóknar.

Ekki seinagangur vegna litarháttar

George Bush Bandaríkjaforseti hafnaði því í dag að stjórnvöld hefðu brugðist seint við hamförunum í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna þess að flest fórnarlambanna hefðu verið blökkumenn og sagði fáránlegt að halda því fram að ekki hefði verið til nægur mannafli til björgunarstarfa vegna Íraksstríðsins. Þessi orð lét forsetinn falla eftir að hafa ekið um New Orleans í dag og kynnt sér aðstæður þar í borg, en hluti borgarinnar er enn á kafi eftir flóðin.

200 sagðir látnir í Tal Afar

Írakski herinn hefur nú drepið nærri 200 uppreisnarmenn og handtekið tæplega 300 í áhlaupi sínu á borgina Tal Afar nærri landamærum Sýrlands. Aðgerðin hófst á laugardag með stuðningi Bandaríkjahers, en talið var að á bilinu 350-500 uppreisnarmenn hefðust við í borginni. Að sögn háttsettra manna innan Írakshers er búist við að átökin standi áfram en að þeim verði lokið fyrir fimmtudag.

Stjórnin fallin skv. útgönguspám

Nú rétt í þessu var verið að loka kjörstöðum í Noregi og samkvæmt útgönguspám virðist sem ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks sé á leið út og að rauðgræna bandalagið svokallaða vinni sigur, en með litlum mun þó. Samkvæmt útgönguspá TV2 fá vinstriflokkarnir 86 sæti af 169 sætum og munurinn er enn minni í útgönguspá norska ríkisútvarpsins en þar fá vinstriflokkarnir samtals 85 sæti.

Endalok hernáms á Gasaströndinni

Tímamót urðu fyrir botni Miðjarðarhafs í morgun þegar síðustu ísraelsku hermennirnir yfirgáfu Gasaströndina. Palestínumönnum hafa verið afhent yfirráð yfir svæðinu, en það er hér í veröldinni, liggur að Egyptalandi, Ísrael og Miðjarðarhafinu. Endalok hernámsins eru tvímælalaust stórt skref í friðarferlinu en þetta umtalaða landsvæði er þó ekki nema um 360 ferkílómetrar.

Ástandið ekki verra í áratug

Óeirðir héldu áfram í Belfast í gærkvöldi og í morgun, þriðja daginn í röð. Tæpur áratugur er síðan annað eins ástand hefur skapast þar, en fimmtíu lögreglumenn liggja sárir eftir átök helgarinnar.

Tymosjenkó spáir sér sigri

Júlía Tymosjenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, sagði í gær að Viktor Jústsjenkó forseti hefði verið farinn að óttast vaxandi vinsældir hennar er hann tók í síðustu viku ákvörðun um að reka ríkisstjórnina sem hún fór fyrir. Hún spáir því að sú stjórnmálafylking sem hún fer fyrir í þingkosningum í mars muni vinna sannfærandi sigur.

Koizumi hyggst hraða umbótum

Eftir yfirburða kosningasigur í þingkosningunum á sunnudag hét Junichiro Koizumi forsætisráðherra því í gær að fylgja eftir áætlun um að skipta upp og einkavæða póst- og lífeyrissparnaðarkerfi landsmanna, og hraða öðrum efnahagsumbótum.

Landafræðin kom að góðum notum

Það getur komið sér vel að hafa athyglina í lagi í landafræðitímum. Það reyndist hinni ellefu ára gömlu Tilly Smith beinlínis lífsnauðsynlegt.

Hyggst hrinda umbótum í framkvæmd

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hyggst nota stóraukinn þingmeirihluta sinn eftir þingkosningar um helgina til að hrinda umbótastefnu sinni í framkvæmd.

Yfirmaður almannavarna hættur

Michael Brown, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum, sagði af sér í gær. Ákvörðun Browns kemur ekki á óvart. Hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir lélegt skipulag hjálparstarfs á flóðasvæðunum í suðurhluta landsins og á föstudaginn var hann látinn hætta sem yfirmaður aðgerða á vettvangi.

Útlagafylkingar sagðar ábyrgar

Herskáir mótmælendur slógust við óeirðalögreglu og hermenn á götum Belfast í fyrrinótt, aðra nóttina í röð. Leituðu hinir herskáu með þessu útrásar fyrir reiði sína yfir því að skrúðganga liðsmanna þeirra skyldi þurfa að sæta tilteknum hömlum.

Naktir í nafni listarinnar

Fimmtán hundruð karlar og konur sviptu sig klæðum í Frakklandi í gær, allt í nafni listarinnar. Bandaríski listamaðurinn Spencer Tunick, sem áður hefur myndað fólk nakið í stórborgum eins og New York og Barcelona, stefndi fólkinu að hafnarsvæðinu í Lyon þar sem hann fékk það til að afklæðast og leggjast á jörðina.

Palestínumenn fagna á Gaza

Mikil kæti ríkti meðal Palestínumanna sem streymdu í gær inn í yfirgefnar byggðir ísraelskra landtökumanna á Gazasvæðinu. Síðasti ísraelski hermaðurinn fór þaðan í fyrrinótt en þar með lauk 38 ára hernaðarlegum yfirráðum Ísraela á Gaza.

Bilið minnkar í Þýskalandi

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, mætti í gær áskorendum sínum í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir þingkosningarnar á sunnudaginn. Nú á lokaspretti kosningabaráttunnar benda skoðanakannanir til að Jafnaðarmannaflokkur Schröders sé að vinna aftur nokkurt fylgi.

Stefnir í sigur vinstriflokkanna

Norðmenn kusu til þings í dag og skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum milli ríkisstjórnar Kjells Magnes Bondeviks og vinstri flokkanna í stjórnarandstöðu. Samkvæmt útgönuspám virðist stjórnin fallin og það nokkuð afgerandi.

Hagen stærstur á hægrivængnum

"Hér að kvöldi dags stefnir óneitanlega í að vinstristjórn taki við af stjórn Bondeviks. Mér finnst einna furðulegast hversu stórt tap Hægriflokksins er. Ég hef fylgst vel með norskum stjórnmálum og mér hefur sýnst flokkurinn hafa staðið sig nokkuð vel," sagði Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins í gærkvöldi.

Á brattan að sækja

"Svo virðist sem vinstriblokkin hafi náð forskotinu, en svona jöfn hefur baráttan aldrei verið í þingkosningum í Noregi. Þetta hefur verið mjög spennandi," sagði Svein Ludvigsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, í gærkvöldi, en hann er einn af forystumönnum Hægriflokksins.

Norska stjórnin fallin

Verkamannaflokkurinn, Framfaraflokkurinn og Vinstriflokkurinn eru sigurvegarar í norsku þingkosningunum í gær. Í gærkvöldi benti allt til þess að vinstrabandalag Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins næði meirihluta þingsæta og þyrfti ekki að treysta á stuðning þingmanna smáflokka.

Erfitt að stjórna í minnihluta

Geir Haarde fjármálaráðherra segir að úrslitin komi ekki á óvart því norska stjórnin hafi lengi verið í fallhættu.

Allt herliðið dregið frá Gaza

Ríkisstjórn Ísraels ákvað einróma á fundi sínum í morgun að draga allt herlið sitt frá Gaza-ströndinni og binda þar með endi á hernámið þar sem staðið hefur í þrjátíu og átta ár. Búið er að rýma allar byggðir gyðinga á Gaza og á nú aðeins eftir að flytja síðustu hersveitirnar á brott áður en Palestínumönnum verður afhent landið með viðhöfn á morgun.

Verstu óeirðir í áraraðir

Verstu óeirðir í áraraðir brutust út í Belfast á Norður-Írlandi í gær og stóðu fram undir morgun. Að minnsta kosti tugur lögreglumanna særðist þegar mótmælendur köstuðu í þá múrsteinum og heimatilbúnum bensínsprengjum og kveiktu í bílum og byggingum. Ástæða átakanna var sú sama og á hverju ári.

Grannt fylgst með næsta fellibyl

Íbúar Bandaríkjanna fylgjast nú grannt með næsta fellibyl sem líklegur er til að ganga þar á land en sá hefur fengið nafnið Ófelía. Í nótt var hann um 200 mílur frá landi og að sögn sérfræðinga eru Norður- og Suður-Karólína í mestri hættu.

4 ár frá árásunum á Bandaríkin

Í dag eru fjögur ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Minningarathafnir um fórnarlömbin verða haldnar víða í dag en þær verða lágstemmdar, enda eru Bandaríkjamenn rétt að átta sig á þeim hörmungum sem fellibylurinn Katrín olli í suðurhluta landsins.

Kjörsókn góð í Japan

Japanir gengu til þingkosninga í dag. Þar er nú komið kvöld og kjörsókn hefur verið góð. Búist er við að Junichiro Koizumi forsætisráðherra styrki sig í sessi en kannanir sýna litla fylgissveiflu flokkanna.

Danadrottning tekur Grikki í sátt

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að þiggja boð um að fara í opinbera heimsókn til Grikklands. Það þykja stórtíðindi því hún hefur ekki viljað stíga þar fæti í tæp fjörutíu ár.

Koizumi mun láta af embætti

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði nú síðdegis að hann myndi láta af embætti þegar kjörtímabili ríkisstjórnar hans lýkur á næsta ári, þrátt fyrir að allt stefni í öruggan sigur flokks hans í kosningunum sem fram hafa farið í Japan í dag.

Þrír Palestínumenn særðust

Þrír Palestínumenn særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hóp þúsunda Palestínumanna sem safnast hafði saman við mærin að landnemabyggðunum á Gaza í dag. Búið er að rýma allar byggðir gyðinga á svæðinu og á nú aðeins eftir að flytja síðustu hersveitir Ísraela á brott en ráðgert er að Palestínumönnum verði afhent landið með viðhöfn á morgun.

Rúmlega 30 lögreglumenn særðust

Verstu óeirðir í áraraðir brutust út í Belfast á Norður-Írlandi í gær og stóðu fram undir morgun. Á fjórða tug lögreglumanna særðist þegar mótmælendur í göngu Óraníureglunnar köstuðu í þá múrsteinum og heimatilbúnum bensínsprengjum og kveiktu í bílum og byggingum.

Gæti ráðist á örfáum atkvæðum

Úrslit í þingkosningunum í Noregi gætu oltið á örfáum atkvæðum, svo lítill er munurinn á fylgi vinstri flokkanna og bandalagi miðju- og hægriflokkanna samkvæmt skoðanakönnunum, daginn fyrir kosningar.

Líklega stórsigur Koizumis

Útgönguspár benda til þess að flokkur Koizumis, forsætisráðherra Japans, hafi unnið stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Endanleg úrslit verða ekki tilkynnt fyrr en á morgun en spár sýna að LPD, flokkur Koizumis, hafi unnið á bilinu 285-325 þingsæti af 480.

Enn óljóst um tölu látinna

Minningarathafnir um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna 11. september voru haldnar í nokkrum skugga fellibylsins Katrínar. Bandaríska þjóðin er enda rétt að gera sér grein fyrir því sem gerðist á hamfarasvæðunum í suðurhluta landsins og enn er langt þar til ljóst verður hversu margir týndu þar lífi.

Ísraelar farnir af Gaza svæðinu

Hernámi Gaza-svæðisins, sem staðið hefur í 38 ár, er nú lokið að sögn Ísraela sem lokuðu herstöðvum sínum í gær og fluttu síðustu hermennina burt nú í morgun. Atkvæðagreiðsla fór fram í ríkisstjórn Ísraels í gærmorgun þar sem samþykkt var að ljúka hernáminu, en hún var þó fyrst og fremst táknræn þar sem landnemarnir 8.500 voru þegar farnir.

Ætlar ekki að beita valdi

Russel L. Honore hershöfðingi sem stjórnar aðgerðum Bandaríkjahers við rýmingu New Orleans segir að hermenn hans muni ekki beita valdi til að fá íbúa borgarinnar í burtu.

Á annað hundrað skotnir til bana

Bardögum lauk í gær í aðgerðum hersveita Bandaríkjanna og Íraksstjórnar í borginni Tal Afar við landamæri Sýrlands. Borgin hefur frá innrás bandamanna verið eitt höfuðvígja uppreisnarmanna. Yfirmenn hersveita Bandaríkjanna og Íraks gáfu það út að sókninni skyldi haldið áfram og árangrinum fylgt eftir.

Blair styður Schröder

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir stuðningi við Gerhard Schröder í baráttu hans við að ná endurkjöri sem kanslari. Blair sagði í yfirlýsingu í gær að Schröder væri "heiðarlegur og góður embættismaður".

Tímósjenkó höll undir auðjöfra

Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, sagði í gær að ástæðan fyrir stjórnarkreppu og brottrekstri ríkisstjórnar Júlíu Tímósjenkó hafi verið að hún hefði verið höll undir ákveðna auðjöfra í þjóðnýtingarferli á málmverksmiðjum landsins.

Hótanir skila engu

Íranir eru staðráðnir í að hætta ekki við áform sín um að auðga úran og segir Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra landsins, að ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna mundu engu breyta þar um.

Prins bjargar samvöxnum tvíburum

Indverskir læknar rannsaka möguleikana á að skilja að tvíburasysturnar Saba og Farah sem fæddust með samvaxin höfuð fyrir tíu árum. Foreldrar stúlknanna hafa ekki efni á aðgerðinni en eftir að faðir þeirra sagði í blaðaviðtali að hann vonaðist eftir kraftaverki ákvað krónprinsinn í Abu Dhabi að borga fyrir aðgerðina ef hún væri framkvæmanleg.

Hengdur í klefa sínum

Einn alræmdasti fíkniefnasali Brasilíu fannst látinn í fangaklefa sínum í fangelsi í Rio de Janeiro. Marquinhos Niteroi hafði verið barinn illilega og síðan hengdur. Ljóst þótti að ekki væri um sjálfsmorð að ræða en ekki var vitað í fyrstu hver myrti hann. Niteroi deildi klefa með sjö öðrum föngum sem tilheyrðu sama fíkniefnagengi og hann.

Mestu óeirðir í nær áratug

Eldarnir í Belfast loguðu fram eftir degi í kjölfar mestu óeirða síðari ára sem brutust út í Belfast í fyrrinótt. Þúsundir baráttumanna úr röðum mótmælenda gengu berserksgang eftir að yfirvöld bönnuðu þeim að ganga um hverfi kaþólikka til að minnast sigra mótmælenda á kaþólikkum fyrr á öldum.

Sjá næstu 50 fréttir