Erlent

Hagen stærstur á hægrivængnum

"Hér að kvöldi dags stefnir óneitanlega í að vinstristjórn taki við af stjórn Bondeviks. Mér finnst einna furðulegast hversu stórt tap Hægriflokksins er. Ég hef fylgst vel með norskum stjórnmálum og mér hefur sýnst flokkurinn hafa staðið sig nokkuð vel," sagði Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins í gærkvöldi. Magnús segir styrk Carls I. Hagen og Framfaraflokksins mikil tíðindi. "Framfaraflokkurinn er nú stærsti flokkurinn á hægrivæng norskra stjórnmála en hann var smáflokkur fyrir ekki ýkja mörgum árum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×