Erlent

Útlagafylkingar sagðar ábyrgar

Herskáir mótmælendur slógust við óeirðalögreglu og hermenn á götum Belfast í fyrrinótt, aðra nóttina í röð. Leituðu hinir herskáu með þessu útrásar fyrir reiði sína yfir því að skrúðganga liðsmanna þeirra skyldi þurfa að sæta tilteknum hömlum. Hópar grímuklæddra manna réðust til atlögu við lögreglumennina, sem nutu liðsauka hermanna, í tugum mótmælendahverfa í Belfast og nágrenni. Lögreglan beitti óspart þrýstivatni á óeirðaseggina og skaut hundruðum plastkúlna. Talsmaður lögreglunnar sagði átján lögregluþjóna hafa særst í átökum næturinnar, aðallega af sprengjubrotum úr heimasmíðuðum handsprengjum óeirðaseggja. Þar með voru alls fimmtíu lögreglumenn sárir eftir óeirðir helgarinnar. Norður-Írlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, Peter Hain, sagði lögregluna hafa órækar sannanir fyrir því að tvær helstu útlagafylkingar mótmælenda, Ulster Defense Association og Ulster Volunteer Force, hefðu staðið á bak við uppþotin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×