Erlent

Allt herliðið dregið frá Gaza

Ríkisstjórn Ísraels ákvað einróma á fundi sínum í morgun að draga allt herlið sitt frá Gaza-ströndinni og binda þar með endi á hernámið þar sem staðið hefur í þrjátíu og átta ár. Búið er að rýma allar byggðir gyðinga á Gaza og á nú aðeins eftir að flytja síðustu hersveitirnar á brott áður en Palestínumönnum verður afhent landið með viðhöfn á morgun. Ísraelsmenn hafa beðið heimastjórn Palestínu að sjá til þess að farið verði vel með sýnagógurnar sem eru á svæðinu og þær nýttar í góðum tilgangi. Því treysta yfirvöld í Palestínu sér ekki til að lofa þar sem Palestínumenn líti á sýnagógurnar sem tákn um áratuga hernám Ísraels og þær verði því varla látnar í friði. Ef Ísraelsmenn ákveða að jafna þær sjálfir við jörðu frestast afhending landsvæðisins til þriðjudags.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×