Erlent

Tímósjenkó höll undir auðjöfra

Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, sagði í gær að ástæðan fyrir stjórnarkreppu og brottrekstri ríkisstjórnar Júlíu Tímósjenkó hafi verið að hún hefði verið höll undir ákveðna auðjöfra í þjóðnýtingarferli á málmverksmiðjum landsins. "Helstu yfirmenn stýrðu atburðarás til hagsbóta fyrir ákveðin stórfyrirtæki," sagði Júsjenkó á blaðamannafundi í gær. "Þetta var síðasta hálmstráið. Ég var harðákveðinn í að ákvörðunin yrði þessi: Allir skyldu hypja sig," sagði Júsjenkó spurður um ástæður fyrir brottrekstri ríkisstjórnar Tímósjenkó. Júsjenkó segir að verkefni nýrrar ríkisstjórnar verði að uppræta spillingu í stjórnkerfinu og að uppfylla fjölmörg loforð sem gefin voru um betri stjórnarhætti í "appelsínugulu byltingunni" á sínum tíma. Innanríkisráðuneyti og öryggislögregla landsins kanna nú meinta spillingu innan stjórnkerfisins og áætlað er að búið verði að skila skýrslu um málið innan tíu daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×