Erlent

Prins bjargar samvöxnum tvíburum

Indverskir læknar rannsaka nú möguleikana á að skilja að tvíburasysturnar Saba og Farah sem fæddust með samvaxin höfuð fyrir tíu árum. Foreldrar stúlknanna eru fátækir og hafa ekki efni á aðgerðinni en eftir að faðir þeirra sagði í blaðaviðtali að hann vonaðist eftir kraftaverki ákvað krónprinsinn í Abu Dhabi að borga fyrir aðgerðina ef hún væri framkvæmanleg. Saba og Farah hafa aldrei lifað eðlilegu lífi. Þær hafa sjaldan farið út fyrir dyr heimilisins af ótta við viðbrögð umheimsins. Eitt af því fáa sem þær hafa haft ánægju af er að fylgjast með dáðum kvikmyndastjörnunnar Salman Khan. Þetta gæti allt breyst ef læknar komast að þeirri niðurstöðu að óhætt sé að skilja stúlkurnar að. Þar sem þær deila nýra, sama æðin beinir blóði til hjarta þeirra og æðar sem liggja til heila þeirra eru að nokkru leiti sameiginlegar er óvíst hvort hægt sé að framkvæma aðgerðina. Sheik Mohammed bin Zayed Al Nahyan, krónprins í Abu Dhabi, komst við þegar hann heyrði af raunum systranna og bauðst til að borga kostnaðinn við aðgerðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×