Erlent

200 sagðir látnir í Tal Afar

Írakski herinn hefur nú drepið nærri 200 uppreisnarmenn og handtekið tæplega 300 í áhlaupi sínu á borgina Tal Afar nærri landamærum Sýrlands. Aðgerðin hófst á laugardag með stuðningi Bandaríkjahers, en talið var að á bilinu 350-500 uppreisnarmenn hefðust við í borginni. Að sögn háttsettra manna innan Írakshers er búist við að átökin standi áfram en að þeim verði lokið fyrir fimmtudag. Írösk yfirvöld lokuðu í gær hluta af landamærunum að Sýrlandi, en þau telja ásamt Bandaríkjamönnum að erlendir vígamenn hafi komist þar inn í landið og slegist í lið með uppreisnarmönnum. Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, fór á vettvang í Tal Afar í dag til þess að kanna aðstæður, en uppreisnarmenn hafa lagt hundrað þúsund dollara til höfuðs honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×