Bilið minnkar í Þýskalandi 12. september 2005 00:01 Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, mætti í gær áskorendum sínum í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir þingkosningarnar á sunnudaginn. Nú á lokaspretti kosningabaráttunnar benda skoðanakannanir til að Jafnaðarmannaflokkur Schröders sé að vinna aftur nokkurt fylgi. Í sjónvarpsumræðunum, sem teknar voru upp á hóteli í Berlín í gærmorgun en sendar út um kvöldið, stóðu Schröder og stjórnarsamstarfsfélagi hans Joschka Fischer úr flokki græningja andspænis Angelu Merkel, formanni Kristilegra demókrata og kanslaraefni stjórnarandstöðunnar, og Edmund Stoiber, formanni systurflokksins CSU í Bæjaralandi, en hann var kanslaraefni kristilegu flokkanna fyrir kosningarnar 2002. Þá voru þarna einnig Guido Westerwelle, formaður frjálsra demókrata, sem stefna að stjórnarsamstarfi við kristilegu flokkana, og Gregor Gysi úr nýja Vinstriflokknum, kosningabandalagi austur- og vestur-þýskra sósíalista. Merkel vill mynda stjórn með frjálsum demókrötum en ef marka má stöðuna í skoðanakönnunum er alls ekki víst að þessir flokkar fái hreinan þingmeirihluta. Jafnaðarmenn bættu enn við sig í nýjustu könnunum; fylgi þeirra mældist 35 prósent í könnun Forsa-stofnunarinnar sem niðurstöður voru birtar úr í gær. Forskot kristilegu flokkanna var samkvæmt því sjö prósentustig, en það var vel yfir 10% framan af kosningabaráttunni. Á lokasprettinum hefur Schröder og hans fólk lagt áherslu á að gera sér mat úr umdeildum hugmyndum Pauls Kirchhof, "fjármálaráðherra" í skuggaráðuneyti Merkel, um róttækar breytingar á skatta- og lífeyriskerfinu sem vekja skjólstæðingum þýska velferðarkerfisins ugg. Merkel og kosningastjórar hennar leggja aftur á móti áherslu á hræðsuáróður gegn hugsanlegri "rauð-rauð-grænni" stjórn (jafnaðarmanna, græningja og vinstrisósíalista), það er að segja að ekkert mark sé takandi á heitstrengingum Schröders um að hans flokkur myndi aldrei mynda stjórn sem væri upp á stuðning Vinstriflokksins komin. Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, mætti í gær áskorendum sínum í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir þingkosningarnar á sunnudaginn. Nú á lokaspretti kosningabaráttunnar benda skoðanakannanir til að Jafnaðarmannaflokkur Schröders sé að vinna aftur nokkurt fylgi. Í sjónvarpsumræðunum, sem teknar voru upp á hóteli í Berlín í gærmorgun en sendar út um kvöldið, stóðu Schröder og stjórnarsamstarfsfélagi hans Joschka Fischer úr flokki græningja andspænis Angelu Merkel, formanni Kristilegra demókrata og kanslaraefni stjórnarandstöðunnar, og Edmund Stoiber, formanni systurflokksins CSU í Bæjaralandi, en hann var kanslaraefni kristilegu flokkanna fyrir kosningarnar 2002. Þá voru þarna einnig Guido Westerwelle, formaður frjálsra demókrata, sem stefna að stjórnarsamstarfi við kristilegu flokkana, og Gregor Gysi úr nýja Vinstriflokknum, kosningabandalagi austur- og vestur-þýskra sósíalista. Merkel vill mynda stjórn með frjálsum demókrötum en ef marka má stöðuna í skoðanakönnunum er alls ekki víst að þessir flokkar fái hreinan þingmeirihluta. Jafnaðarmenn bættu enn við sig í nýjustu könnunum; fylgi þeirra mældist 35 prósent í könnun Forsa-stofnunarinnar sem niðurstöður voru birtar úr í gær. Forskot kristilegu flokkanna var samkvæmt því sjö prósentustig, en það var vel yfir 10% framan af kosningabaráttunni. Á lokasprettinum hefur Schröder og hans fólk lagt áherslu á að gera sér mat úr umdeildum hugmyndum Pauls Kirchhof, "fjármálaráðherra" í skuggaráðuneyti Merkel, um róttækar breytingar á skatta- og lífeyriskerfinu sem vekja skjólstæðingum þýska velferðarkerfisins ugg. Merkel og kosningastjórar hennar leggja aftur á móti áherslu á hræðsuáróður gegn hugsanlegri "rauð-rauð-grænni" stjórn (jafnaðarmanna, græningja og vinstrisósíalista), það er að segja að ekkert mark sé takandi á heitstrengingum Schröders um að hans flokkur myndi aldrei mynda stjórn sem væri upp á stuðning Vinstriflokksins komin.
Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira